Icelandic
Birt: 2021-05-20 15:00:00 CEST
Reykjavíkurborg
Fjárhagsdagatal

Útgáfuáætlun Reykjavíkurborgar fyrir seinni hluta árs 2021

Borgarráð samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 útgáfuáætlun Reykjavíkurborgar fyrir seinni hluta árs 2021.

Skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar verða á eftirfarandi dögum: 11. ágúst, 8. september, 13. október, 10. nóvember og 8. desember.

Gert er ráð fyrir að lántakan verði framkvæmd með stækkun á virkum skuldabréfaflokkum borgarsjóðs, þ.e. í skuldabréfaflokkum RVK 53 1, RVK 32 1, RVKG 48 1 (verðtryggðir) og í skuldabréfalokkum RVKN 35 1, RVKN 24 1 og RVKNG 40 1 (óverðtryggðir).

Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir að borgarsjóður taki lán vegna framkvæmda og reksturs á árinu 2021 fyrir allt að 34.400 mkr. Búið er að taka lán fyrir samtals um 7.000 m.kr. að markaðsverði það sem af er ári.

Tilkynnt verður um fyrirkomulag einstakra útboða í fréttakerfi NASDAQ OMX á Íslandi a.m.k 1 virkum degi fyrir útboð.

Reykjavíkurborg áskilur sér allan rétt til að víkja frá áætlun þessari og mun þá tilkynna um breytingar þar að lútandi í fréttakerfi NASDAQ OMX á Íslandi.

Nánari upplýsingar gefur:
Halldóra Káradóttir
Sviðsstjóri Fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar
Sími: 411-1111
Netfang: halldora.karadottir@reykjavik.is