Icelandic
Birt: 2021-10-20 18:44:04 CEST
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lánasjóður sveitarfélaga - Niðurstaða útboða í skuldabréfaflokkum LSS150434 og LSS040440 GB

Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í LSS150434 þann 20. október 2021. Uppgjör viðskipta fer fram 22. október 2021. Alls bárust tilboð í LSS150434 að nafnvirði ISK 3.430.000.000 á bilinu 0,60% - 0,78%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 1.290.000.000 á ávöxtunarkröfunni 0,64%. Útistandandi fyrir voru ISK 99.084.152.565. Heildarstærð flokksins er nú ISK 100.374.152.565.

Lánasjóðurinn hélt einnig útboð í dag í grænum skuldabréfaflokki LSS040440 GB í samvinnu við Landsbankann. Uppgjör viðskipta fer fram 27. október 2021. Alls bárust tilboð í LSS040440 GB að nafnvirði ISK 2.810.000.000 á bilinu 0,75% - 1,35%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 1.100.000.000 á ávöxtunarkröfunni 0,79%. Útistandandi fyrir voru ISK 1.100.000.000. Heildarstærð flokksins er nú ISK 2.200.000.000.

Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, í síma 515 4948 eða ottar@lanasjodur.is