Published: 2018-05-04 17:48:46 CEST
Reginn hf.
Fjárhagsdagatal

Reginn hf.: Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2018


Reginn mun birta samþykkt uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2018, eftir lokun markaða þriðjudaginn 8. maí 2018.

Af því tilefni býður Reginn hf. til opins kynningarfundar miðvikudaginn 9. maí nk. kl. 8:30 á skrifstofu Regins í Smáralind, Hagasmára 1, 1. hæð, Kópavogi.

Gengið er inn í skrifstofur Regins beint frá bílastæðahúsi við Norðurturninn.

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

https://livestream.com/accounts/11153656/events/8183926/player


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins kynnir uppgjörið og svarar spurningum að lokinni kynningu. 

Boðið verður upp á morgunverð.

Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is


Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262