English Icelandic
Birt: 2023-12-14 18:23:00 CET
Arion banki hf.
Innherjaupplýsingar

Arion Banki: Moody's veitir Arion banka Aa2 lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur í fyrsta sinn veitt Arion banka langtíma lánshæfismat sem útgefanda sértryggðra skuldabréfa í evrum og fær bankinn lánshæfismatið Aa2.

Lánshæfismatið endurspeglar gæði tryggingasafns sértryggðra skuldabréfa Arion banka, styrk íslenskrar löggjafar í kringum útgáfu sértryggðra skuldabréfa og kerfislegt mikilvægi slíkra bréfa. Sértryggðu skuldabréfin falla undir íslenskan lagaramma sem er í fullu samræmi við samræmingartilskipun Evrópusambandsins.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka: 
„Það er einstaklega ánægjulegt að Moody‘s gefi okkur sem útgefanda sértryggðra skuldabréfa í evrum einkunnina Aa2. Lánshæfismatið endurspeglar gæði íslenskra íbúðalána og sterka umgjörð og stöðu sértryggðra bréfa á Íslandi. Arion banki var fyrsti íslenski bankinn til að gefa út sértryggð skuldabréf í evrum sem nú eru mikilvægur þáttur í fjármögnun íslenska bankakerfisins.

Um er að ræða hæstu lánshæfiseinkunn íslensks útgefanda og má segja að það séu ákveðin tímamót að Arion banki fái einkunn sem er þremur þrepum hærri en lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Við væntum þess að þetta góða lánshæfismat opni leið að stærri hóp fjárfesta en áður.“


Arion Banki Moodys veitir Arion banka Aa2 lanshfismat sertryggra skuldabrefa.pdf
Moodys Press Release Arion Bank Covered Bonds.pdf