English Icelandic
Birt: 2022-06-20 21:57:01 CEST
Eimskipafélag Íslands hf.
Innherjaupplýsingar

Tilkynning frá Eimskip

Vísað er til fréttatilkynningar frá 16. desember sl.

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hefur í dag verið boðaður til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019, sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara árið 2020. Mun hann njóta réttarstöðu sakbornings við skýrslutökuna. Þá mun forstjóri félagsins gefa skýrslu hjá embættinu í þágu rannsóknar málsins sem fyrirsvarsmaður félagsins, en hann er ekki grunaður um refsiverða háttsemi.

Eimskip telur sig hafa fylgt í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli og seldi skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið mun eftir sem áður leitast við að veita héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið.

FREKARI UPPLÝSINGAR
Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs, sími: 825 3399, netfang: investors@eimskip.com.