Published: 2018-05-25 18:00:06 CEST
Kvika banki hf.
Heildarfjöldi atkvæða og heildarfjöldi hluta

Kvika banki hf.: Tilkynning um útgáfu og sölu áskriftarréttinda

Stjórn Kviku banka hf. (Kvika) hefur tekið ákvörðun um útgáfu og sölu áskriftarréttinda að hlutum í félaginu í samræmi við heimild í A. lið bráðabirgðaákvæðis IV í samþykktum félagsins. Gefin verða út áskriftarréttindi að 3,5 milljónum kr. að nafnvirði. Áskriftarréttindin verða seld á 0,433 kr. á hlut og veita kaupendum rétt til nýtingar á þriðjungi þeirra á tímabilinu 18.12.2019 - 18.12.2020, þriðjungi á tímabilinu 18.12.2020 - 18.12.2022 og þriðjungi á tímabilinu 18.12.2021 - 18.12.2022. Áskriftargengið er kr. 7,90 (1 + 7,5/100)t á hlut, þar sem t stendur fyrir tímann frá útgáfu áskriftarréttindanna (reiknaður með því að deila fjölda daga miðað við 30 daga í mánuði með 360). Eftirstæð heimild stjórnar til útgáfu áskriftarréttinda og samsvarandi hækkunar hlutafjár samkvæmt heimild í A. lið fyrrnefnds bráðabirgðaákvæðis IV nemur 500.000 kr. að nafnvirði eftir framangreinda útgáfu.