Kaldalón.: Sala á nýjum grænum skuldabréfaflokk Kaldalón hf. hefur lokið sölu á grænum skuldabréfum í flokknum KALD 041139 GB fyrir 4.000 milljónir króna að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 3,80%. Um er að ræða fyrstu útgáfu grænna skuldabréfa hjá Kaldalóni hf. undir umgjörð félagsins um græna fjármögnun. Græni skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, til 15 ára, með 30 ára endurgreiðsluferli, með jöfnum greiðslum á 6, mánaða fresti og föstum 3,75% ársvöxtum. Skuldabréfin eru gefin út í 20.000.000 kr. nafnverðseiningum. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi og er gefinn út undir 30.000 milljóna kr. útgáfuramma félagsins. Greiðslu og uppgjörsdagur er fyrirhugaður mánudaginn, 4. nóvember 2024. Sótt verður um töku skuldabréfaflokksins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku skuldabréfanna til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Kaldalón hf. birti í ágúst umgjörð um græna fjármögnun í þeim tilgangi að geta gefið út græna fjármálagerninga. Umgjörðin gerir félaginu kleift að fjármagna eða endurfjármagna umhverfisvottaðar fasteignir, umhverfisvænar fjárfestingar og önnur verkefni í samræmi við stefnu og markmið félagsins um umhverfisvernd og sjálfbærni. Umgjörðin hefur hlotið vottun frá Sustainalytics sem er leiðandi viðurkenndur vottunaraðili á heimsvísu. Nánari upplýsingar um grænu umgjörðina og sjálfbærni vegferð félagsins má finna á vef félagsins: kaldalon.is/sjalfbaerni/ Grunnlýsing útgáfuramma, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu skuldabréfaflokksins og töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll verða birt á vefsíðu félagsins; kaldalon.is/fjarfestar/ Nánari upplýsingar veita: Sigurbjörg Ólafsdóttir, fjármálastjóri Kaldalóns hf. í síma 856 7155 eða sigurbjorg.olafsdottir@kaldalon.is Gunnar S. Tryggvason, Verðbréfamiðlun Landsbankans, í síma 821 2090 eða gunnars@landsbankinn.is
|