Icelandic
Birt: 2023-11-08 17:47:29 CET
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar í nóvember og desember falla niður

Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að borgarsjóður taki lán fyrir allt að 21.000 m.kr. á árinu. Það sem af er ári nemur fjármögnunin 20.923 m.kr.

Fyrirhuguð skuldabréfaútboð sem fara áttu fram samkvæmt útgáfuáætlun 15. nóvember og 6. desember nk. falla því niður.

Nánari upplýsingar veitir:
Bjarki Rafn Eiríksson
Fjárstýringar- og innheimtuskrifstofa
Netfang: bjarki.rafn.eiriksson@reykjavik.is