English Icelandic
Birt: 2023-01-17 22:02:13 CET
Alvotech S.A.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Úttekt Bandaríska lyfjaeftirlitsins á framleiðsluaðstöðu

Þann 17. janúar 2023 fékk Alvotech senda skriflega staðfestingu í tölvupósti frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (US Food and Drug Administration; FDA) þar sem fram kemur að eftirlitið ráðgeri endurúttekt á framleiðsluaðstöðu Alvotech í Reykjavík frá 6. mars nk.  Eins og fram kom í fréttatilkynningu Alvotech 22. desember sl. hefur FDA staðfest að frestur stofnunarinnar til að afgreiða umsókn um leyfi til markaðssetningar AVT02 í Bandaríkjunum sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira sé til 13. apríl nk. og samþykki umsóknarinnar sé háð fullnægjandi niðurstöðu endurúttektar á framleiðsluaðstöðu Alvotech í Reykjavík.

Alvotech fjárfestatengsl
Benedikt Stefansson
alvotech.ir[at]alvotech.com