Icelandic
Birt: 2022-06-23 11:28:00 CEST
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Niðurstaða úr skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg hefur lokið útboði í skuldabréfaflokkunum RVK 32 1 og RVK 53 1.

Heildartilboð í RVK 32 1 voru samtals 650 m.kr. að nafnvirði á bilinu 1,50%-1,63%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 500 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,60%. Útistandandi fyrir útboð voru 19.193 m.kr. að nafnvirði. Heildarstærð flokksins er nú 19.693 m.kr. að nafnverði.

Engin tilboð bárust í RVK 53 1.

Uppgjörsdagur er þriðjudagurinn 28. júní 2022.

Viðskiptavakar Reykjavíkurborgar, Arion banki, Íslandsbanki, Kvika banki og Landsbanki, höfðu umsjón með útboðinu.

Nánari upplýsingar veitir:

Bjarki Rafn Eiríksson

Sími: 852 5589