Published: 2014-06-25 17:17:44 CEST
Reginn hf.
Fyrirtækjafréttir

Tilkynning um undirritun Regins hf. á kaupsamningi á 100% hlut í Hótel Óðinsvé

Í tilkynningu Regins þann 11. apríl síðastliðinn kom fram að undirritað var samkomulag við Gamma ehf. um kaup á félagi sem á fasteignirnar er hýsa Hótel Óðinsvé.

Undirritaður hefur verið kaupsamningur á milli dótturfélags Regins hf., þ.e. Reginn Atvinnuhúsnæði ehf. og Gamma ehf. vegna kaupa á félaginu Hótel Óðinsvé hf. Undirritun kaupsamnings er gerð í kjölfar niðurstöðu áreiðanleikakönnunar sem nú er lokið. Stjórnir beggja félaga hafa samþykkt kaupin.

Fasteignirnar í félaginu eru Þórsgata 1 og Lokastígur 2, 101 Reykjavík. Fasteignirnar eru um 2.200 m2 og staðsettar í hjarta Reykjavíkur þar sem nálægð er við þjónustu og menningarlíf borgarinnar. Hótel Óðinsvé er fjögurra stjörnu með 50 herbergi, þar er einnig rekinn einn vinsælasti veitingastaðurinn í dag, Snaps. Sömuleiðis er rekin smurbrauðsstofan Brauðbær sem hefur haft aðstöðu þar í áratugi. Engin breyting verður  á rekstrinum við þessi eigandaskipti. Samhliða var undirritaður nýr leigusamningur við sama rekstraraðila um áframhaldandi rekstur í eigninni.

Kaupin eru í samræmi við fjárfestingastefnu Regins hf. sem fela í sér markmið að auka hlutdeild í húsnæði  tengdu ferðaiðnaðinum, stækkun með innri vexti og fjárfestingu í arðbæru atvinnuhúsnæði með góða staðsetningu . Kaupverðið er trúnaðarmál en áætlað er að EBITDA Regins hækki um rúmlega 2% miðað við útgefna rekstrarspá fyrir 2014 og eignasafn Regins stækki um 1%.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262


Tilkynning um undirritun Regins hf. a kaupsamningi a 100 hlut i Hotel Oinsve.pdf