English Icelandic
Birt: 2024-09-12 23:35:00 CEST
Marel hf.
Fyrirtækjafréttir

Marel: JBT kynnir fyrirhugað framtíðarskipulag JBT Marel

John Bean Technologies Corporation („JBT”) hefur, eins og áður hefur verið tilkynnt um, lagt fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt útgefið og útistandandi hlutafé í Marel hf. („Marel”). Yfirtökutilboðið gildir til, eftir því hvort gerist fyrr, (i) þess dags þegar þrjár vikur eru frá því að skilyrði valfrjálsa tilboðsins er snúa að samþykki eftirlitsyfirvalda hafa verið uppfyllt eða fallið hefur verið frá því, eða (ii) kl. 17:00 að íslenskum tíma hinn 11. nóvember 2024, nema að tilboðstímabilið verði framlengt.

JBT og Marel hafa að undanförnu unnið saman að undirbúningi fyrirhugaðrar sameiningar félaganna og í dag birti JBT tillögu að skipulagi JBT Marel, sem er aðgengileg hér. Skipulagsbreytingarnar sem lagðar eru til eru háðar því að af sameiningu félaganna verði, og myndu taka gildi eftir uppgjör viðskiptanna.

Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um að hefðbundin skilyrði hafi verið uppfyllt, þar með talið samþykki frá viðeigandi eftirlitsaðilum og samþykki hluthafa Marel. Gert er ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok 2024.

Spurningar hluthafa um tilboðsferlið
Þeir hluthafar sem eiga hlutabréf í félaginu skráð hjá Nasdaq Iceland hf. geta haft samband við Arion banka hf. með spurningar í tengslum við samþykktarferli og/eða uppgjör tilboðsins á netfangið assistance.marel2024@arionbanki.is.
 
Þeir hluthafar sem eiga hlutabréf í félaginu skráð á Euronext Amsterdam skulu hafa samband við sinn vörsluaðila til þess að nálgast upplýsingar um samþykktarferli og/eða uppgjör tilboðsins. Vörsluaðilar og hluthafar geta haft samband við ABN AMRO Bank N.V. með spurningar á netfangið corporate.broking@nl.abnamro.com.

Marel hefur ráðið J.P. Morgan sem fjármálaráðgjafa og jafnframt fengið Rabobank til að gefa stjórn félagsins sjálfstætt álit varðandi sanngirni á greiðslu til hluthafa í fyrirhuguðu yfirtökutilboði. Lagalegir ráðgjafar eru Baker McKenzie (Bandaríkin), BBA/Fjeldco (Ísland), og Osborne Clarke (Holland).

Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.


Marel JBT kynnir fyrirhuga framtiarskipulag JBT Marel.pdf