Published: 2016-01-14 17:02:55 CET
Reginn hf.
Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Reginn hf.: Breytingar á framkvæmdastjórn

Katrín B. Sverrisdóttir framkvæmdastjóri hjá dótturfélögum Regins hf. hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Katrín hefur starfað hjá Regin hf. frá stofnun félagsins sem lykilstjórnandi og m.a. verið framkvæmdastjóri dótturfélaganna Regins Atvinnuhúsnæði ehf., Knatthallarinnar ehf. og Kvikmyndahallarinnar ehf. Katrín mun láta af störfum í febrúarmánuði.

Reginn hf. þakkar Katrínu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni velfarnaðar.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262