English Icelandic
Birt: 2023-11-17 10:20:00 CET
ÍL-sjóður
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Skiptiútboð íbúðabréfa HFF

Málefni ÍL-sjóðs hafa verið til skoðunar um nokkurt skeið.

Í undirbúningi er að halda skiptiútboð sem gefur eigendum íbúðabréfaflokkanna HFF34 og HFF44 möguleika á að skipta á þeim fyrir markaðsverðbréf í eigu ÍL-sjóðs.

Með þessu er ætlunin að draga úr vaxtatapi sjóðsins og gefa áhugasömum eigendum íbúðabréfa tækifæri til að losa um eignarhald á bréfum. Ástæða er til að ætla að aðstæður til slíks útboðs hafi nú skapast.

Nánari útfærsla og tímasetning verður auglýst innan skamms.