Published: 2017-08-24 18:45:20 CEST
Kvika banki hf.
Breytingar á eigin hlutum félags

Kvika banki hf.: Kvika banki hf. lýkur hlutafjárútboði

24. ágúst 2017.

Kvika banki hf. lýkur hlutafjárútboði

Í dag lauk Kvika banki hf. útboði á nýju hlutafé í A-flokki að nafnverði kr. 300.000.000 og verða nýir hlutir seldir á genginu 5,56. Núverandi hluthafar bankans skráðu sig fyrir öllu nýju hlutafé, en þeir höfðu forgangsrétt í útboðinu.