Icelandic
Birt: 2021-09-10 18:24:03 CEST
Eik fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Eik fasteignafélag hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs

Eik fasteignafélag hf. hefur lokið sölu á skuldabréfum í skuldabréfaflokknum EIK 141233.

Skuldabréfaflokkurinn er með lokagjalddaga þann 14. desember 2033 og greiðast vextir og afborganir tvisvar sinnum á ári, þann 14. júní og 14. desember ár hvert. Afborganir fylgja 30 ára jafngreiðsluferli (annuity) fram til lokagjalddaga þegar allar eftirstöðvar höfuðstóls greiðast upp. Þá deilir flokkurinn veðsafni með öðrum þegar útgefnum skuldabréfaflokkum félagsins. Skuldabréfaflokkurinn ber 2,327% nafnvexti. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er að hámarki 8.000 milljónir króna að nafnverði en þegar hafa verið gefin út skuldabréf að fjárhæð 6.500 milljónir króna að nafnverði.

Heildareftirspurn í útboðinu nam samtals 3.720 milljónum króna á veginni meðalávöxtunarkröfu 1,78%, og var útboðið með hollensku fyrirkomulagi.

Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 1.500 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 1,73%

Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 16. september 2021 og verður óskað eftir því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland.

Íslandsbanki hafði umsjón með sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veitir:

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s: 590-2209 / 820-8980