Skuldabréfin eru með breytilega vexti sem nema 120 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti bæði í sænskum og norskum krónum.
Útgáfan fellur undir sjálfbæra fjármálaumgjörð Arion banka. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar.
Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 8. október 2024.
Umsjónaraðilar voru DNB Markets, Nordea Abp og Swedbank.