Published: 2016-10-26 18:42:11 CEST
Origo hf.
Reikningsskil

Tekjuvöxtur 14% á þriðja ársfjórðungi og hagnaður 93 mkr

EBITDA 686 mkr fyrstu mánuði ársins 2016

REYKJAVÍK - 26. október 2016 - Uppgjör þriðja ársfjórðungs og fyrstu níu mánuði 2016 

Helstu upplýsingar:

  • Sala á vöru og þjónustu nam 3.429 mkr á þriðja ársfjórðungi (13,6% tekjuvöxtur frá F3 2015) og 10.555 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins (9,2% tekjuvöxtur frá fyrstu níu mánuðum 2015) [F3 2015: 3.019 mkr, 9M 2015: 9.669 mkr]
  • Framlegð nam 860 mkr (25,1%) á þriðja ársfjórðungi og 2.676 (25,4%) fyrstu níu mánuði 2016 [F3 2015: 828 mkr (27,4%), 9M 2015: 2.465 mkr (25,5%)]
  • EBITDA nam 247 mkr (7,2%) á þriðja ársfjórðungi og 686 mkr (6,5%) fyrstu níu mánuði ársins [F3 2015: 240 mkr (8,0%), 9M 2015: 693 mkr (7,2%)]
  • Heildarhagnaður á þriðja ársfjórðungi var 93 mkr og 204 mkr fyrstu níu mánuði ársins [F3 2015: 82 mkr, 9M 2015: 193 mkr]
  • Eiginfjárhlutfall var 32,5% í lok þriðja ársfjórðungs en var 30,8% í lok annars ársfjórðungs
  • Applicon AB selur og innleiðir kjarnabankakerfi hjá SBAB Bank AB í Svíþjóð

 Finnur Oddsson, forstjóri:

„Rekstur Nýherjasamstæðunnar var á áætlun á þriðja fjórðungi og jákvætt að tekjuvöxtur var meiri á fjórðungnum heldur en fyrripart árs.  Afkoman á árinu er viðunandi, svipuð og í fyrra, en það sem við horfum einnig jákvætt til er það að vaxtaberandi skuldir eru að lækka umtalsvert og eiginfjárstaða félagsins heldur áfram að styrkjast. 

Almennt gengur rekstur Nýherja og dótturfélaga vel, sérstaklega í hugbúnaðartengdri starfsemi þar sem tekjuvöxtur hefur verið umtalsverður.  Til að mynda voru tekjur Tempo á fjórðungnum USD 3,2 m og USD 9,4m á árinu, sem er 43% aukning á þriðja ársfjórðung.  Við sjáum svo einnig töluverða tekjuaukningu hjá Applicon AB, TM Software og hugbúnaðarsviði Nýherja. Það er því góð eftirspurn eftir okkar lausnum og eitt helsta viðfangsefnið okkar er að ná að anna henni en jafnframt gæta að kostnaði í rekstrinum. 

Það voru svo afar góð tíðindi að Applicon í Svíþjóð gekk frá stórum samningi í lok fjórðungsins um sölu og innleiðingu á SAP kjarnabankalausnum fyrir SBAB Bank, sem er 5. stærsti bankinn í Svíþjóð.  Þetta er tímamótasamningur sem hefur verið lengi í undirbúningi og byggir á þekkingu og lausnum sem þróaðar hafa verið innan okkar vébanda á undanförnum árum.  Að innleiðingu lokinni mun Applicon reka og viðhalda bankakerfum fyrir tvo af tíu stærstu bönkum í Svíþjóð, en í því felst mikil viðurkenning á þeirri reynslu og þeim gæðum hugbúnaðarlausna sem  Applicon  hefur yfir að ráða fyrir fjármálamarkaði.    

Öll félög samstæðunnar skila jákvæðri afkomu og horfur í rekstri eru ágætar.

Nánari upplýsingar

Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða fo@nyherji.is og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@nyherji.is.

Sjá viðhengi.


2016.10.26 Frettatilkynning Arshlutauppgjor F3.pdf
Nyherji arshlutareikningur 30.9.2016.pdf