Heimstaden ehf.: Birting á breytingum á tilboðsyfirliti frá A/F HEIM, tilboð í öll útistandandi skuldabréf í skuldabréfaflokkunum HEIMA071225, HEIMA071248 og HEIMA100646A/F HEIM hefur óskað eftir því að Heimstaden ehf. birti fyrir þeirra hönd tvær breytingar á tilboði A/F HEIM í öll útistandandi skuldabréf í skuldabréfaflokkunum HEIMA071225, HEIMA071248 og HEIMA100646: - Tilboðið gilti áður til mánudagsins 17. maí 2021 en gildir nú til föstudagsins 11. júní 2021. Uppgjör viðskipta verður nú miðvikudaginn 16. júní 2021.
- Í fyrra tilboði bauðst A/F HEIM til þess að greiða skuldabréfaeigendum þóknun upp á 0,25% í tengslum við viðskiptin en býðst nú til að greiða 0,5%.
Að öðru leiti er um óbreytt tilboð að ræða. Skjalagerð mun taka breytingum sem endurspeglar framangreint. Uppreikningur höfuðstólsfjáræða skuldabréfanna og viðmiðunardagsetning þóknunar miðast nú við 16. júní 2021. Nánari upplýsingar veitir: Jón Þór Sigurvinsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance S: 895-9242 jons@arctica.is
|