English Icelandic
Birt: 2024-08-06 17:41:00 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Icelandair: Metfjöldi farþega í júlí

Icelandair flutti 610 þúsund farþega í júlí 2024, sem er metfjöldi fyrir einn mánuð og 8% aukning frá júlí 2023. Þar af voru 33% á leið til Íslands, 17% frá Íslandi, 45% voru tengifarþegar og 6% ferðuðust innanlands. Sætanýting var 87,1% og stundvísi var 80,3%, 5,9 prósentustigum meiri en í fyrra. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt 2,6 milljónir farþega, 7% fleiri en í fyrra.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:

„Farþegar okkar í júlí voru 8% fleiri en í fyrra og um er að ræða metfjölda í einum mánuði. Þrátt fyrir minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands á milli ára, náðum við betri sætanýtingu  en í sama mánuði í fyrra. Þetta sýnir vel hvernig okkur hefur tekist að nýta sveigjanleika leiðakerfisins og lagt meiri áherslu á tengifarþega heldur en á síðasta ári þegar eftirspurn eftir ferðum til Íslands var meiri. Það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi góða stundvísi og þann frábæra árangur sem við höfum náð með sameiginlegu átaki alls starfsfólks. Stundvísi er mjög mikilvægur þáttur í þeirri auknu ánægju viðskiptavina sem við höfum séð í öllum helstu ánægjumælingum.“


07 Traffic Data.pdf
Icelandair Metfjoldi farega i juli.pdf