Vísað er til tilkynningar Íslandsbanka hf. sem birt var 7. desember 2023 um endurkaup á skuldabréfum í flokknum ISB CBI 24.
Íslandsbanki hf. kaupir til baka skuldabréf í flokknum ISB CBI 24 (ISIN: IS0000021277) að nafnvirði 10.740 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,90% (hreint verð 99,91).
Heildartilboð námu 10.860 m.kr. á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,50% til 4,00%. Eftir endurkaup eru eigin bréf Bankans í flokknum að nafnvirði 16.900 m. kr.
Uppgjörsdagur viðskipta er 21. desember 2023
Umsjónaraðili endurkaupanna var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.
Frekari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is
Samskiptastjóri - Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is
Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum. Tilkynning þessi er gerð af Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.