Icelandic
Birt: 2023-04-11 18:49:33 CEST
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reykjavíkurborg hættir við fyrirhugað útboð 12. apríl nk.

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað útboð sem vera átti þann 12. apríl nk.

Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 er áformað að taka lán fyrir allt að 21.000 m.kr. að markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að lántakan fari fram með útgáfu skuldabréfa á skuldabréfamarkaði, með beinni lántöku eða öðrum hætti til að mæta fjárþörf borgarsjóðs á hverjum tíma. Reykjavíkurborg hefur þegar selt skuldabréf fyrir um 4,1 ma.kr. og dregið 3 ma.kr. á langtíma lánalínu hjá Íslandsbanka.

Nánari upplýsingar veitir:
Helga Benediktsdóttir
Netfang: fjarstyring@reykjavik.is