English Icelandic
Birt: 2021-12-02 14:45:00 CET
Marel hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Marel: Stafrænar lausnir – Fjárfestadagar 2021

Meðfylgjandi er kynningin frá fjárfestafundi Marel í dag þar sem fjallað er um stafrænar lausnir félagsins.

Í ár heldur Marel rafræna fjárfestadaga þar sem stjórnendur Marel ásamt sérfræðingum og viðskiptavinum veita einstaka 360° innsýn í starfsemi Marel.

Í dag, 2. desember 2021, fer fram fjórði fjárfestadagur Marel af fimm með fjárfestum og markaðsaðilum. Yfirskrift fundarins er “Stafrænar lausnir” en þar munu lykilstjórnendur Marel, þar á meðal Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga, Anna Kristín Pálsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar og Hjalti Þórarinsson framkvæmdastjóri Innova, fara yfir hvernig hraði stafrænnar þróunar í matvælaiðnaðinum er að aukast og hvernig Marel er í stakk búið til að nýta sér tækifærin sem framundan eru.

Skráning fer fram hér og er opin öllum. Upptaka af fundinum, ásamt fyrri fundum verður aðgengileg á marel.com/cmd360.

Þessi fjárfestadagur er partur af 360° viðburðaseríu Marel og er fjórði af fimm rafrænum viðburðum sem fara fram í nóvember og desember, hver með sitt þema.

Fjárfestadagar Marel 360° - viðburðasería

  • 7. októberRafræn heimsókn í höfuðstöðvar Marel og hvítfiskvinnslu Brim
  • 11. nóvemberTækifæri til vaxtar
  • 18. nóvember – Sala og þjónusta á heimsvísu
  • 2. desemberStafrænar lausnir
  • 9. desember – Sjálfbærni

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.

Samskiptasvið

Fjölmiðlafyrirspurnir skulu sendar á Samskiptasvið Marel í gegnum netfangið globalcommunications@marel.com og í síma 563 8200.

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá Marel starfa nú um 7.000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 750 á Íslandi. Marel velti 1,2 milljörðum evra árið 2020, en árlega fjárfestir félagið um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var stofnað 1983, skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, og tvíhliða skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam árið 2019.

Viðhengi



Marel Capital Markets Day 2021 - Digitalization.pdf