Icelandair: 9% fleiri farþegar í októberIcelandair flutti 364 þúsund farþega í október 2023, 9% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Það sem af er ári hefur félagið flutt um 3,7 milljónir farþega, 18% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Farþegar til Íslands voru 152 þúsund, frá Íslandi 53 þúsund, 136 þúsund ferðuðust um Ísland á leið sinni milli Evrópu og Norður-Ameríku og innan Íslands voru farþegar 24 þúsund. Sætanýting var 81,5% og jókst á milli ára um 1,3 prósentustig og stundvísi var 80,2%. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi heilbrigðan vöxt á milli ára með 14% aukningu í fjölda farþega til Íslands í október sem endurspeglar mikilvægt hlutverk Icelandair í ferðaþjónustu á Íslandi. Við kynntum nýverið stærstu flugáætlun okkar hingað til, fyrir sumarið 2024, og tvo nýja áfangastaði í Norður-Ameríku, Pittsburgh og Halifax. Í heild er framboð næsta árs að minnsta kosti 10% meira en í ár. Við erum líka stolt af enn einum verðlaununum en í mánuðinum hlutum við SPAA (Scottish Passenger Agents‘ Association) verðlaunin sem flugfélag ársins. Þessi árangur er afrakstur frábærrar vinnu starfsfólks okkar við að veita farþegum framúrskarandi þjónustu.“
Tengiliðir: Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdottir, Director Investor Relations. E-mail: iris@icelandair.is Fjölmiðlar: Ásdis Pétursdottir, Director Communications. E-mail: asdis@icelandair.is
|