Arion banki gaf í dag út almenn skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra til þriggja ára. Skuldabréfin bera 7,25% fasta vexti sem jafngilda 407 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.
Sterk eftirspurn var eftir skuldabréfunum frá fjölbreyttum hópi fjárfesta á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði. Í heild bárust tilboð fyrir rúmlega 600 milljónir evra frá yfir 70 fjárfestum frá meira en 15 löndum í Evrópu og Asíu.
Samhliða útgáfunni tilkynnti Arion banki, þann 15. maí 2023, um endurkaupatilboð til eigenda 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu bankans sem er á gjaldaga í 27 maí 2024 (ISIN: XS2262798494).
Umsjónaraðilar (e. Joint Lead Managers) útgáfunnar voru Barclays, Deutsche Bank og UBS.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Theodórs Friðbertssonar, forstöðumanns fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171