Sterk eftirspurn var eftir skuldabréfunum frá fjölbreyttum hópi fjárfesta á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði. Í heild bárust tilboð fyrir rúmlega 600 milljónir evra frá yfir 70 fjárfestum frá meira en 15 löndum í Evrópu og Asíu.
Samhliða útgáfunni tilkynnti Arion banki, þann 15. maí 2023, um endurkaupatilboð til eigenda 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu bankans sem er á gjaldaga í 27 maí 2024 (ISIN: XS2262798494).
Umsjónaraðilar (e. Joint Lead Managers) útgáfunnar voru Barclays, Deutsche Bank og UBS.