English Icelandic
Birt: 2024-05-29 17:43:00 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Icelandair: Afkomuspá fyrir árið 2024 tekin úr gildi vegna aukinnar óvissu í ytra umhverfi

Í byrjun apríl sl. gaf Icelandair út afkomuspá fyrir árið 2024, sem meðal annars gerði ráð fyrir að EBIT hlutfall af tekjum myndi vera á bilinu 2-4%. Þessi spá er ekki lengur í gildi.

Óvissa ríkir um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast út árið, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi, og því er ekki gefin út ný afkomuspá. Þegar eftirspurn eftir flugferðum til Íslands hefur minnkað hefur Icelandair nýtt sveigjanleika leiðakerfisins og lagt meiri áherslu á markaðinn yfir hafið, en þar hafa fargjöld gefið nokkuð eftir. 

Líkt og áður hefur komið fram er nú unnið að fjölmörgum aðgerðum til að auka skilvirkni í rekstri enn frekar. Einn liður í hagræðingaraðgerðum félagsins nú er fækkun starfsfólks í ýmsum deildum og starfsstöðvum félagsins í dag. 

Eftir mikið uppbyggingartímabil undanfarinna ára í kjölfar heimsfaraldursins er aðaláhersla félagsins nú á að auka skilvirkni í rekstrinum og styrkja samkeppnishæfni þess til framtíðar. Félagið hefur þegar náð árangri í lækkun einingakostnaðar eins og fram kom í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs og mun halda áfram á þeirri vegferð. Leiguflugstarfsemi félagsins gengur vel og viðsnúningur hefur orðið í afkomu af fraktstarfsemi eftir erfitt ár í fyrra. Fjárhagsstaða Icelandair er sterk og fyrirtækið er í góðri stöðu til þess að takast á við sveiflur sem fylgja flugrekstri.


Icelandair Afkomuspa fyrir ari 2024 tekin ur gildi vegna aukinnar ovissu i ytra umhverfi.pdf