English Icelandic
Birt: 2022-06-01 19:15:00 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Arion banki lauk í dag útboði á sértryggða skuldabréfaflokknum ARION CB 27 fyrir samtals 1.100 m.kr.

Í heild bárust 10 tilboð að fjárhæð 1.780 m.kr að nafnverði bárust í flokkinn ARION CB 27 á ávöxtunarkröfu á bilinu 6,10-6,20%. Tilboð að nafnvirði 1.100 m.kr. á kröfunni 6,16% voru samþykkt.

Í samræmi við útboðstilkynningu bauðst Arion banki til að kaupa til baka ARION CB 22 gegn sölu í útboðinu á fyrirframákveðna verðinu 100,542. Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 560 m.kr. að nafnverði í flokknum ARION CB 22.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Ísland þann 8. júní 2022.

Umsjónaraðili útboðsins var Markaðsviðskipti Arion banka.


Arion banki hf. Niurstaa utbos sertryggra skuldabrefa.pdf