Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag hækkað lánshæfismat Íslandsbanka í BBB+ og jafnframt staðfest A-2 skammtímaeinkunn bankans. Horfur eru stöðugar.
Að mati S&P hefur efnahagsleg áhætta (e. economic risk) sem íslensku bankarnir standa frammi fyrir dvínað samhliða auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og umtalsvert minni skuldsetningu einkageirans. Þá álítur S&P horfur á sértækri áhættu (e. industry risk) almennt stöðugar þar sem íslensku bankarnir eru arðsamir og vel fjármagnaðir sem gerir þá vel í stakk búna til að takast á við hugsanleg minnkandi eignagæði og verjast samkeppni erlendra banka og annarra fyrirtækja ef til þess kæmi.
Frekari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is
Samskiptastjóri - Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is
Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.