English Icelandic
Birt: 2024-04-04 14:15:00 CEST
Íslandsbanki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Íslandsbanki hf.: S&P Global Ratings hækkar lánshæfismat Íslandsbanka í BBB+ vegna dvínandi efnahagslegs ójafnvægis. Horfur eru stöðugar.

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag hækkað lánshæfismat Íslandsbanka í BBB+ og jafnframt staðfest A-2 skammtímaeinkunn bankans. Horfur eru stöðugar.

Að mati S&P hefur efnahagsleg áhætta (e. economic risk) sem íslensku bankarnir standa frammi fyrir dvínað samhliða auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og umtalsvert minni skuldsetningu einkageirans. Þá álítur S&P horfur á sértækri áhættu (e. industry risk) almennt stöðugar þar sem íslensku bankarnir eru arðsamir og vel fjármagnaðir sem gerir þá vel í stakk búna til að takast á við hugsanleg minnkandi eignagæði og verjast samkeppni erlendra banka og annarra fyrirtækja ef til þess kæmi.


RatingsDirect ThreeIcelandicBanksUpgradedOnRecedingEconomicImbalances.pdf