Published: 2020-12-16 17:00:00 CET
Nasdaq Nordic
Fjárfestatilkynningar

Endurskoðun samsetningar OMXI10 vísitölunnar

Reykjavík, 16. desember 2020 – Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) tilkynnir niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 10 vísitölunni (Nasdaq Iceland: OMXI 10), sem tekur gildi mánudaginn 4. janúar 2021.

Hagar hf. (HAGA) og Kvika banki hf.  (KVIKA) koma ný inn í vísitöluna og koma í staðinn fyrir Icelandair Group hf. (ICEAIR) og Sjóvá hf. (SJOVA).

Samsetning OMXI10 vísitölunnar frá og með 4. janúar 2021 verður því eftirfarandi:

Arion Banki hf (ARION)
Eik fasteignafélag hf (EIK)
Festi hf. (FESTI)
Hagar hf. (HAGAR)
Kvika banki hf. (KVIKA)
Marel hf. (MAREL)
Reitir fasteignafélag hf. (REITIR)
Síminn hf. (SIMINN)
TM hf. (TM)
Vátryggingafélag Íslands hf. (VIS)

OMX Iceland 10 vísitalan er Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland og er samsett af þeim tíu félögum sem mest viðskipti eru með á hlutabréfamarkaði Nasdaq Iceland. Endurskoðun á sér stað tvisvar á ári og tekur ný samsetning vísitölunnar gildi í janúar og júlí ár hvert. Frekari upplýsingar um aðferðarfræði við val í vísitöluna og útreikning hennar má finna hér OMX Iceland 10 Index Methodology.

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) er alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem þjónar verðbréfamörkuðum og öðrum atvinnugeirum. Fjölbreytt framboð okkar af markaðsgögnum, greiningarvörum, hugbúnaði og þjónustu gerir viðskiptavinum okkar kleift að láta framtíðarsýn þeirra verða að veruleika. Til að fræðast meira um félagið, tæknilausnir og störf hjá okkur, smellið á LinkedIn, Twitter @Nasdaq eða www.nasdaq.com

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

 

 

         FJÖLMIÐLASAMSKIPTI NASDAQ ICELAND
         Kristín Jóhannsdóttir
         Sími: 868 9836
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com