Arion banki gaf í dag út græn skuldabréf til rúmlega tveggja ára að upphæð 300 milljónir evra eða sem nemur rúmum 42 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 265 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.
Útgáfan er gefin út undir grænni fjármálaumgjörð Arion banka. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar.
Samhliða útgáfunni tilkynnti bankinn um endurkaupatilboð (e.Tender Offer) til eigenda á 300 milljón evra skuldabréfi sem ber 1.0% vexti og er á gjalddaga 2023. Bankinn hefur tekið saman endurkaupalýsingu (e. Tender offer Memorandum), dagsett 12 september 2022.
Nánari upplýsingar um endurkaupin er að finna í tilkynningu sem birt er opinberlega í kauphöllinni í Lúxemborg (ww.bourse.lu) þar sem skuldabréfið er skráð. Að uppfylltum tilteknum skilyrðum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, KROLL issuer Services Limited (netfang: arionbank@is.kroll.com, sími: +44 20 7704 0880, vefsíða: https://deals.is.kroll.com/arionbank/)
JP Morgan, BofA Securities, Citigroup global markets og Nomura sáu um útgáfuna og endurkaupin fyrir hönd bankans.
Stefnt er að skráningu bréfanna í kauphöllinni í Lúxemborg og er búist við að útgáfan fái lánshæfiseinkunnina Baa1 frá Moodys.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Eiríks Magnúsar Jenssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jensson@arionbanki.is, s. 856 7468, eða Theodórs Friðbertssonar, forstöðumanns fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760