Published: 2017-05-16 16:22:42 CEST
Lykill fjármögnun hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lýsing hf: Birting viðauka við grunnlýsingu

Lýsing hf., kt. 610601-2350, Ármúla 1, 105 Reykjavík, hefur birt viðauka við grunnlýsingu dagsetta 14. desember 2016 sem birt var í tengslum við útgáfuramma skuldaskjala. Viðaukinn er dagsettur 16. maí 2017 og varðar breytingar á skilmálum verðtryggðra skuldabréfa, uppgreiðsluheimild og veðhlutfall veðtryggðra skuldabréfa þegar um verðtryggð skuldabréf er að ræða. Viðaukinn er staðfestur af Fjármálaeftirlitinu og birtur á heimasíðu stofnunarinnar og skoðast sem hluti af grunnlýsingunni.

Viðaukinn er jafnframt birtur á vefsíðu útgefanda: https://www.lysing.is/lysing/starfsemin/fjarfestatengsl/

Grunnlýsinguna og viðaukann má nálgast á vefsíðunni á gildistíma grunnlýsingarinnar og hjá útgefanda á skrifstofu félagsins að Ármúla 1 í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir:

Sighvatur Sigfússon, sviðsstjóri Fjármálasviðs á netfanginu sighvatur@lysing.is eða í síma 540 1700.