Festi hf.: Afkoma á 1. ársfjórðungi 2022Helstu niðurstöður - Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 5.734 millj. kr. Framlegðarstig nam 23,3% og lækkar um 1,3 p.p. milli ára.
- EBITDA nam 1.749 millj. kr. samanborið við 1.505 millj. kr. á 1F 2021, sem jafngildir 16,2% hækkun milli ára.
- Hækkun hrávöruverðs í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og aukin verðbólga áhyggjuefni.
- Eigið fé í lok 1F 2022 nam 31.879 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 36,6% samanborið við 39,4% í lok árs 2021.
- Nettó vaxtaberandi skuldir án leiguskuldbindinga voru 25.035 millj. kr. í lok 1F 2022 samanborið við 23.309 millj. kr. í lok árs 2021.
- EBITDA spá félagsins fyrir árið 2022 er hækkuð um 400 millj. kr. og er nú 9.400 - 9.800 millj. kr.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:
„Árið fer vel af stað og erum við ánægð með rekstrarárangurinn á fyrsta ársfjórðungi. Væntingar okkar stóðu til þess að afleiðingar heimsfaraldursins á aðfangakeðjuna síðustu 2 árin, myndu ganga til baka á þessu ári. Fyrsti stríðsreksturinn í Evrópu frá árinu 1945 breytti þeirri mynd algjörlega. Ljóst er að innrás Rússa í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á verð á hrávörumörkuðum og aukið óvissu í aðfangakeðjunni enn frekar. Við munum áfram kappkosta að þjónusta okkar viðskiptavini sem best og leita leiða til að auka hagkvæmni og þannig vinna gegn þeim verðhækkunum á aðföngum sem nú ganga yfir.“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.
|