Icelandic
Birt: 2022-10-12 19:36:52 CEST
Reginn hf.
Innherjaupplýsingar

Reginn hf.: Útgáfa á nýjum grænum skuldabréfaflokki

Reginn hf. (Nasdaq: REGINN) hefur lokið sölu á skuldabréfum í nýjum grænum skuldabréfaflokki REGINN181037 GB. Um er að ræða nýjan 15 ára verðtryggðan skuldabréfaflokk sem fylgir 30 ára jafngreiðslufyrirkomulagi. Flokkurinn ber 3,006% nafnvexti og eru afborganir og vextir greiddir fjórum sinnum á ári. Flokkurinn er tryggður með almenna tryggingafyrirkomulaginu og er gefinn út í samræmi við umgjörð Regins um græna fjármögnun.

Sala skuldabréfanna er liður í endurfjármögnun Egilshallar, en fjármögnun hennar er á lokagjalddaga 18. október næstkomandi. Samhliða endurfjármögnuninni verður Egilshöll færð undir almenna tryggingafyrirkomulagið.

Samtals voru seld skuldabréf að nafnverði 7.700 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,04%, en salan fór fram á fastri ávöxtunarkröfu.

Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 18. október næstkomandi, óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið. 

Íslandsbanki hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna ásamt töku þeirra til viðskipta á Nasdaq Iceland.


Nánari upplýsingar:

Rósa Guðmundsdóttir – Framkvæmdastjóri fjármála– rosa@reginn.is  - S: 512 8900 / 844 4776