Kvika banki hf.: Niðurstaða útboðs grænna skuldabréfa Kvika banki hf. hélt í dag lokað útboð í skuldabréfaflokknum KVIKA 25 1201 GB. Heildartilboð í útboðinu námu samtals 2.340 m.kr. á 1,10 – 1,30% álagi yfir 3M REIBOR og voru samþykkt tilboð fyrir samtals 1.100 m.kr. á 1,25% álagi yfir 3M REIBOR vöxtum. Skuldabréfin eru til 3 ára og bera fljótandi vexti sem greiddir eru ársfjórðungslega. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf í byrjun desember 2022. Skuldabréfin verða gefin út undir skuldabréfaramma Kviku með vísan í græna fjármálaumgjörð bankans þar sem hefur með skýrum og gegnsæjum hætti verið gerð grein fyrri þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is eða í síma 540 3200.
|