Alma íbúðafélag hf.: Stækkun skuldabréfaflokksins AL101227Alma íbúðafélag hf. lauk í dag stækkun á skuldabréfaflokknum AL101227 sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins. Skuldabréfaflokkurinn AL101227 er verðtryggður á föstum vöxtum, til 6 ára, en endurgreiðsluferli afborgana fylgir 25 ára jafngreiðsluferli. Flokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi. Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.000 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,05% og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar 2.600 m.kr. Greiðslu- og uppgjörsdagur er föstudaginn 3. desember 2021 og í kjölfarið verður sótt um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Fossar markaðir hf. hafa umsjón með sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta. Nánari upplýsingar veitir: Sigurður Rúnar Pálsson, fjármálastjóri, í síma 848 5290 eða sigurdur@al.is
|