English Icelandic
Birt: 2024-01-29 08:00:00 CET
Amaroq Minerals Ltd.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Staðfesting á áframhaldi háu hlutfalli af gulli í „Target Block“ svæðisins í Nalunaq

TORONTO, ONTARIO, Jan. 29, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) -- („Amaroq,“ „félagið“ eða „fyrirtækið“)

Staðfesting á áframhaldi háu hlutfalli af gulli í „Target Block“ svæðisins í Nalunaq

***Ný bergsýi sem tekin voru handan við stærsta þekkta vinnslusvæði Nalunaq, „Target Block“, staðfesta áframhald gullsvæðis með hátt hlutfall gulls eða allt að 48,3g/t Au yfir 1 metra***

***Frekari sýnataka í nýlega uppgötvuðu 75-æðinni staðfestir enn betur þykkt hennar og samfellu***

TORONTO, ONTARIO – 29. janúar 2024 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, NASDAQ Iceland: AMRQ), auðlindafélag með víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Suður-Grænlandi, kynnir með ánægju niðurstöður úr frekari tilraunaborunum í rannsóknaráætlun Nalunaq-námunnar fyrir árið 2023.

James Gilbertson, yfirmaður rannsókna hjá Amaroq:

„Bergsýnataka, þar sem við notumst við Dolerite Dyke-jarðfræðilíkanið okkar, hefur enn á ný sýnt fram á möguleikann á auknu auðlindamagni og námuvinnslu í Nalunaq. Sýnin sem tekin voru af gullæðinni draga fram tilvist hágæða gullsvæðis handan fyrra vinnslusvæðis í „Target Block“. Þetta dregur verulega úr áhættu í fyrirhugaðri áætlun félagsins um hreinsun á námusvæðum og rannsóknir í þróunarskyni til þess að ná markmiðum um 300 tonna afköst á dag og auka staðfest magn auðlindarinnar í námunni en markmið félagsins er að komast yfir 1m únsa á næstu 2 árum

Auk þess hafa rannsóknir á sýnum nú staðfest verulegt umfang hinnar nýlega uppgötvuðu „75-æðar“, sem nú er ljóst að er svipuð að umfangi og meginæðin. Nú er vitað að æðin teygir sig umfram öll vinnslusvæði og gæðin eru allt að 256g/t Au yfir 0,5m fyrir ofan „Mountain Block“ svæðið, 22,59 g/t Au yfir 0,59m fyrir ofan „Target Block“ svæðið, 175g/t Au yfir 0,51m fyrir ofan „South Block“ svæðið og 15,5g/t Au yfir 1,45m fyrir ofan „Valley Block“ svæðið. Þessar niðurstöður gera okkur kleift að gera áreiðanlegt líkan af seinni æðinni og við vonumst, háð frekari niðurstöðum tilraunaborana, til að geta skilgreint auðlindamagn fyrir þessa æð í náinni framtíð.

Við erum að byrja að taka gullgrýti úr námunni í mars og það að vera komin með búnað neðanjarðar sem og fjárfestingu í innviðum eins og lofthreinsun, rafmagni og vatni gerir okkur kleift að vinna og rannsaka allt árið í Nalunaq sem umbreytir því hve hratt við getum aukið auðlindamagn sem og framleiðslu.“

Yfirlit

  • Niðurstöður hafa borist úr jarðvegsrannsóknum á þremur dýptum á „Target Block“ svæðinu, sem löngum hefur verið með hæsta hlutfall af gulli í Nalunaq námunni.
  • Sýnatakan miðaði að því að staðfesta fyrri sýni sem ekki voru gerð opinber en bentu til framlengingar á „Target Block“ svæðinu.
  • Niðurstöður staðfesta mikil gæði „Target Block“ inn á svæði þar sem námavinnsla hefur ekki farið fram til þessa, en gæðin nema allt að 48,3g/t Au yfir 1 m.
  • Í kjölfara þessara niðurstaðna hyggst Amaroq hefja boranir í því skyni að koma upp öðru, allt að 775m vinnslusvæði í Nalunaq.
  • Viðbótarsýni sem tekin voru staðfesta enn frekar áframhald nýlega uppgötvuðu 75-æðarinnar, þar sem allt að 256g/t Au yfir 0,5m greindist í borunum í Nalunaq árið 2023.
  • Árið 2024 hyggst Amaroq auka enn frekar kjarnasýnatöku úr eldri borholum til að styðja við jarðfræðilega líkanagerð fyrir 75-æðina.

Rannsóknir

Í bergssýnatöku í Nalunaq á árinu 2023, þar sem notast var við Dolerite Dyke-líkanið okkar, greindu rannsakendur á vegum Amaraq sjáanlega framlengingu á meginæðinni, með jarðmálmum af miklum gæðum, töluvert vestur af „Target Block“ svæðinu. Þetta svæði var áður mesta hæsta hlutfall af gulli á hvert tonn í Nalunaq-námunni. Þetta benti sterklega til þess að jarðmálmarnir sem áður voru grafnir úr jörðu á svæðinu næðu langt út fyrir ysta gröftinn og í ónuminn jarðveg. Möguleg framlenging frá fyrri vinnslusvæðum til vesturs nemur um 775 m.

Söguleg þróun og sýnataka á þessum svæðum virðist ekki hafa verið í samræmi við þessa vinnslumöguleika, þar sem jarðvegsrannsóknir fóru fyrst og fremst fram á svæðum sem nú teljast lítt vinnsluhæf samkvæmt Dolerite Dyke-líkaninu. Þessi uppgötvun hleypti af stokkunum nýrri og öflugri sýnatökuáætlun á öllum dýptum sem nú eru aðgengilegar á vestanverðu „Target Block“ svæðinu.

Við sýnatöku var notast við tvöfaldan demantsbor og sýni voru tekin eftir allri breidd meginæðarinnar meðfram fyrri svarfsýnatökustöðum. Öll sýni voru kirfilega skráð, undirbúin á staðnum og send til efnagreiningar hjá ALS Geochemistry á Írlandi.

Niðurstöðurnar úr jarðvegssýnatökunum gefa Amaroq kleift að renna stoðum undir svarfsýnin sem tekin hafa verið áður og staðfesta að meginæðin nær fram yfir ysta vinnslusvæðið, þar sem nýjar prófanir sýna fram á gæði sem nema allt að 48,3 g/t af gulli yfir 1 m. Þetta, ásamt kortlagningu á miklum og stöðugum jarðmálmum við jaðra áður þekktrar legu meginæðarinnar, gefur sterk fyrirheit um að frekari námavinnsla meðfram æðinni sé möguleg. Þetta gerir Amaroq kleift að ganga frá áætlun sinni um frágang og tilraunaboranir og sýnatöku á þessu svæði, þar sem markmiðið er að skapa nægilega fullvissu til að hanna og skipuleggja annað námuvinnslusvæði í Nalunaq í framhaldi af „Target Block“ svæðinu.

Niðurstöður úr jarðvegssýnatökum

Auðkenni rásarAustunNorðunHæðHeildardýpi (m)JarðlagshalliAzimuth
5732050821566911015840,590315
5732250821866911025840,590315
5732450822166911035830,590315
5732650822366911055830,590315
5732850822666911075830,590315
5733050823166911095830,590315
573325082396691112582190315
5733450827666910915640,590315
5733650827866910925630,790315
5733850834966910745380,890315
5734050835466910775380,990315


Auðkenni rásarFráTilBil (m)Raunþykkt (m)Gull (g/t)
5732000,50,50,440,1
5732200,50,50,440,23
5732400,50,50,440,31
5732600,50,50,440,34
5732800,50,50,440,57
5733000,50,50,4413,3
573320110,8848,3
5733400,50,50,4714,8
5733600,70,70,654,21
5733800,80,80,750,09
5734000,90,90,850,15

Frekari sýnataka úr 75-æðinni

Í kjölfar uppgötvunar á nýrri jarðmálmaæð, 75 m ofan meginæðarinnar, í borunum árið 2023 („75-æðin“, sem greint var frá 11. október 2023), hefur Amaroq endurmetið aðrar niðurstöður úr sýnatökuáætluninni, sem og úr fjölda borhola sem mögulega höfðu þverað 75-æðina en ekki verið greindar að fullu. Niðurstöðurnar nú sýna að fimm af sex borholum 2024 fóru í gegnum æðina og alls hafa 46 tilvik 75-æðarinnar verið greind.

75-æðin er nú önnur samfelldasta æðin í Nalunaq á eftir meginæðinni og með svipaða vinnslulengd. Amaroq hyggst halda áfram að endurskrá og greina frekari borunarstaði 75-æðarinnar á árinu 2024, sem gerir fyrirtækinu kleift að hefja öfluga líkangerð af æðinni, sem aftur gerir kleift að áætla auðlindir í jarðvegi á svæðum með nægilegum þéttleika borana.

75-æðin felur jafnframt í sér mögulega þróun námuvinnslu á svæðinu til þess að gera félaginu kleift að ná markmiði sínu um 300 tonna afköst á dag.

Valdir borunarstaðir í gegnum 75-æðina

Númer holuAustunNorðunHæðHeildardýpi (m)Mt. JarðlagshalliMt. AzimuthÁr
NAL230150801166914531114321,93853022023
NAL230250801066914531114249,98623222023
NAL230350801066914551116286,4865202023
NAL230450808366913511033275,05663542023
NAL230550808366913521033274,41473562023
NAL230650808366913511033323,583572023
AEX22185089746690835360181,60503112022
AEX22195088776690714378242,36672452022
AEX22205088776690714378203,12712702022
AEX22265088796690713378212,25653072022
AEX22285088806690714378209,62803022022
AEX22305088816690714378212,05573222022
AEX22355087536690787454242,46552232022
AEX22365089286690769370196,84482982022
AEX22385089286690769370184,56613082022
AEX22425089786690836360178,97582842022
AEX22445089786690836360176,20713102022
AEX210055091116690874306164,70553262021
AEX210095090376690911342161,63793152021
AEX210325089506690488318240,96553162021
AEX210925093866690918233206,33663152021
AEX210995092446690515231404,50862692021
AEX20055091276690868306148,50803152020
AEX20075091336690904304213,00683182020
AEX20085091276690868306175,30623252020
AEX19065094446691087234215,61643092019
AEX17025087506690313226137,90603162017
AEX17035080636690782665139,80903152017
AEX17045080636690782665132,80603152017
NQ15850808566913441029371,0068292006
NQ1595085476690849577260,00603172006
NQ16150808566913431029378,758462006
NQ1635085466690849577240,00463202006
NQ1645081806691202936320,506652006
NQ1135091506690850290280,00783102005
NQ1275092846690873245246,50653102005
NQ905082956691091829299,70453152004
NQ965083436691073791242,90482902004
NQ-795088106690890445198,00463052001
NQ-805087566690807457251,70852602001
NQ-845089696690837364251,70853052001
NQ-865085986690954580251,70863152001
NQ-645089986691030372161,00852971999
NQ-375090646690799324302,00633301998
NQ-415089766690942372248,00433301998
NQ-425089766690941372170,00803301998
NQ-455086516691215581149,00843151998

Áætl. WGS 84 UTM-svæði 23N

Sýni úr borunum í 75-æðina

Númer holuFráTilBil (m)*Gull (g/t)Æð
NAL2301137,45138,951,50,0375
NAL230275-æðin ekki greind (ekki sýnd)
NAL2303147,1147,60,50,5175
NAL2304137,33137,870,540,3275
NAL2305128,4128,90,525675
NAL2306152,51541,50,2875
AEX22187272,50,50,175
AEX221996,1970,90,0875
AEX22208788,51,50,0775
AEX222684,7585,250,50,0675
AEX22289191,50,50,2275
AEX223085,3860,70,1775
AEX2235122,37122,870,50,1475
AEX223683,8584,350,53,8575
AEX223879,2679,80,540,0975
AEX224276,5677,070,510,1275
AEX224462,8263,320,50,1175
AEX2100550,2651,711,4515,575
AEX2100950,6551,590,940,175
AEX21032134,4135,91,50,0975
AEX2109250,5451,040,50,1375
AEX21099184,58186,081,50,1375
AEX200560,4561,951,51,1175
AEX200754,655,350,756,0275
AEX200858,860,31,50,12275
AEX190624,925,40,55,4875
AEX1702495010,0875
AEX170353,554,510,1775
AEX170448,7849,81,020,2975
NQ158154,88155,380,50,1175
NQ159101,95103,051,10,175
NQ161143,25143,990,740,275
NQ163106,44106,950,5117575
NQ164179,21179,950,740,4975
NQ11355,0555,520,470,1575
NQ12746,646,840,240,0875
NQ90164,04164,570,530,0975
NQ96153,82154,360,5422,5975
NQ-7948,9549,50,550,1175
NQ-8087,1588,51,350,5775
NQ-8475,35760,650,2275
NQ-8685,186,251,150,2475
NQ-6432,9833,930,950,3875
NQ-377374,251,250,0775
NQ-4139,5540,30,750,1975
NQ-4253,4654,481,020,1975
NQ-458,829,861,040,0775

*Raunlengd áætluð 70-100% af billengd

Bakgrunnur – Málmgrýti í Nalunaq

Meginæðin í Nalunaq er löng, aflíðandi, hliðlæg kvarsæð með gulli þar sem meðalþykkt er 70 cm. Gæði gulls í æðinni er allt að 5.240 g/t þar sem jarðefni skiptast í hágæðasvæði sem nema allt að 5.240 g/t og lággæðasvæði sem hvor tveggja ráðast af skörun kerfa sem Amaroq hefur skilgreint í Dolerite Dyke-jarðfræðilíkani sínu.

Á milli 2004 og 2013 voru u.þ.b. 360.000 únsur af gulli grafnar úr þessari æð1. Áætlanir Amaroq miðast við að vinna allt að 2 milljónir troyesúnsa af gulli úr meginæðinni og æðum í flávegg og slútvegg samkvæmt tilkynningu frá 16. september 20202. Samkvæmt uppfærðri nýtingaráætlun sem tilkynnt var um 6. september 2022 miðast verkefnið, samkvæmt samþykki frá CIM, við 355,0 kt m.v. 28,0 g/t gull, með 320 koz gull3.

Námusvæðið skiptist niður í fimm svæði, „Mountain“-, „Target“-, „South“-, „Valley“- og „Welcome“-beltin, þar sem finna má mestu gæðin í meginæðinni. Á þremur þessara svæða hefur námavinnsla verið stunduð áður og hyggst félagið einbeita sér að vinnslu ofan og neðan við þessi svæði, auk þess að þróa svæði sem ekki hafa verið greind áður.

Í rannsóknaverkefninu 2022 fór fram frekari kjarnaborun, jarðvegsrannsóknir, sýnataka og drónamyndataka með áherslu á „Valley“- og „Mountain“-beltin (fjalllendið).

(1 NI 43-101 Skýrsla dagsett júní 2020; 2 Sjá fréttatilkynningu frá 16. september, 2020; 3 Sjá fréttatilkynningu frá 6. september, 2022)

Sýnataka og gæðaeftirlit        

Borkjarni var skorinn í tvennt með demantsblaði. Ávallt var skorið eftir flatarveftu og sýni tekið hægra megin í kjarnanum. Öll borkjarnasýni voru sett í þykka fjölliðupoka og merkt með sýnatökumiða. Öll sýni voru meðhöndluð á undirbúningsrannsóknarstöð ALS Geochemistry á vinnusvæðinu í Nalunaq og svo send til greiningar á viðurkenndu rannsóknarstöðinni ALS Geochemistry í Loughrea á Írlandi.

Notast var við sýnatökufyrirkomulagið PREP-31BY fyrir öll sýni. Það felur í sér mölun niður í 70% undir 2 mm, úr 1 kg sýni, og dyftingu yfir 85% m.v. 75 míkron. Sýnin voru því næst greind með 50 g eldprófun samkvæmt aðferð Au-AA26, þar sem greiningarmörkin eru 0,01 ppm Au. Sýni með sýnilegu gulli og sýni sem talin voru vera úr meginæðinni voru prófuð með eldskimunaraðferð Au-SCR24, þar sem greiningarmörkin eru 0,05 ppm Au. Hún felur í sér skimun á 1 kg af dyftu sýni að 106 míkrónum og svo þyngdarmælingu á öllu plúsbrotinu og samskonar 50 g frumeindagleypnimælingu á mínusbrotinu.

Við gæðaeftirlit Amaroq er kerfisbundið miðað við vottuð viðmiðunarefni með þekktu gullinnihaldi, dauð sýni og kvarssýni við rannsóknir á sýnum af staðnum með tíðninni 1 af 20 eða 5% fyrir hvern flokk gæðaeftirlits. Auk þess er notast við dauð sýni og staðla í greiningarferlinu. Meðalsýnatökumassinn var 2,08 kg.

Allar áætlaðar tölur um auðlindir í jörðu sem finna má í þessari fréttatilkynningu voru áætlaðar samkvæmt kvarðanum „Canadian Institute of Mining, Metallurgy and Petroleum (CIM) Definition Standards on Mineral Resources and Mineral Reserves, National Instrument 43-101“.

Fyrirspurnir:

Amaroq Minerals Ltd.
Eldur Ólafsson, forstjóri
eo@amaroqminerals.com

Eddie Wyvill, viðskiptaþróun
+44 (0)7713 126727
ew@amaroqminerals.com

Stifel Nicolaus Europe Limited (tilnefnt sem ráðgjafarfyrirtæki og verðbréfamiðlari)

Callum Stewart
Varun Talwar
Simon Mensley
Ashton Clanfield
+44 (0) 20 7710 7600

Panmure Gordon (UK) Limited (sameiginlegur verðbréfamiðlari)

Hugh Rich
Dougie Mcleod
+44 (0) 20 7886 2500

Camarco (fjármálaupplýsingagjöf)

Billy Clegg
Elfie Kent
Charlie Dingwall
+44 (0) 20 3757 4980

Fyrir fréttir af fyrirtækinu:

Fylgist með @Amaroq_Minerals á X (áður Twitter)

Fylgist með Amaroq Minerals Ltd. á LinkedIn

Frekari upplýsingar:

Um Amaroq Minerals

Helstu viðskiptamarkmið Amaroq Minerals eru að finna, rannsaka og þróa námur með gulli og öðrum verðmætum málmum á Grænlandi. Helsta eign fyrirtækisins er 100% eignarhlutur í Nalunaq-verkefninu, námugreftri á rannsóknarstigi sem er vel á veg kominn og með vinnsluleyfi sem tekur meðal annars til Nalunaq-gullnámunnar þar sem gröftur var stundaður áður. Fyrirtækið er með leyfi til að vinna gull og aðra verðmæta málma úr jörðu á Suður-Grænlandi, meðal annars úr gullbeltunum tveimur sem vitað er um á svæðinu. Amaroq Minerals er stofnsett samkvæmt kanadískum fyrirtækjalögum og er eini eigandi Nalunaq A/S, sem er stofnsett samkvæmt grænlenskum lögum um hlutafélög.

 Upplýsingar um framtíðarhorfur

Í þessari fréttatilkynningu eru upplýsingar um framtíðarhorfur, í skilningi þar að lútandi verðbréfalöggjafar, sem endurspegla núverandi væntingar félagsins um væntanlega atburði og framtíðarvöxt reksturs félagsins. Í þessari fréttatilkynningu eru upplýsingar um framtíðarhorfur byggðar á ýmsum forsendum og háðar ýmsum áhættu- og óvissuþáttum, sem margir hverjir eru ekki á valdi fyrirtækisins og gætu valdið því að raunverulegar niðurstöður og atburðir séu verulega frábrugðin þeim sem koma fram, eða eru gefin í skyn, í slíkum upplýsingum um framtíðarhorfur. Slíkir áhættu- og óvissuþættir geta meðal annars verið þættirnir sem tilgreindir eru í liðnum „Áhættuþættir“ í útboðslýsingu fyrirtækisins á www.sedar.com. Upplýsingar um framtíðarhorfur í þessari fréttatilkynningu byggjast eingöngu á upplýsingum sem eru fyrirtækinu tiltækar og aðeins miðað við þá dagsetningu sem um ræðir. Nema annars sé krafist samkvæmt gildandi verðbréfalögum ber fyrirtækinu engin skylda til að uppfæra eða endurskoða upplýsingar um framtíðarhorfur í samræmi við nýjar aðstæður eða atburði. Engin eftirlitsstofnun með verðbréfaviðskiptum hefur samþykkt eða mótmælt efni þessarar fréttatilkynningar. Hvorki TSX Venture Exchange né eftirlitsaðili kauphallarinnar (samkvæmt skilgreiningu í reglum TSX Venture Exchange) ábyrgist að upplýsingarnar í þessari tilkynningu séu fullnægjandi eða réttar.

Innherjaupplýsingar

Þessi tilkynning inniheldur innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. bresku útgáfu reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðsmisnotkun („UK MAR“) og er hluti af breskum landslögum samkvæmt ákvæðum laganna um úrsögn úr Evrópusambandinu frá 2018 og reglugerð (ESB) nr. 596/2014 um markaðsmisnotkun („EU MAR“).

Yfirlýsing hæfs aðila

Áætlun um auðlindir í jarðvegi gerði dr. Lucy Roberts, MAusIMM(CP), aðaljarðfræðiráðgjafi við SRK Consulting (UK) Limited., sem er óháður hæfur aðili samkvæmt kröfum „National Instrument 43-101 („NI 43-101“)“. Dr. Roberts hefur samþykkt þá upplýsingagjöf sem hér er að finna.

Tæknilegu upplýsingarnar í þessari fréttatilkynningu voru samþykktar af James Gilbertson CGeol, sem er framkvæmdastjóri rannsókna hjá Amaroq Minerals og jarðfræðingur við Geological Society of London, og telst sem slíkur vera hæfur aðili í skilningi NI 43-101.

Hugtakalisti

Augull
g/tgrömm í hverju tonni
kozþúsund troyesúnsur
mozmilljón troyesúnsur
ktþúsund tonn
mtmilljón tonn
oztroyesúnsur
UTMalþverstæð Merkatorvörpun