Published: 2018-09-07 18:34:42 CEST
Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf – BÚS I
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf - BÚS I - Niðurstaða skuldabréfaútboðs 7. september 2018

Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf- BÚS I lauk í dag útboði á skuldabréfum í flokknum BUS 56. 

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, til 40 ára, með jöfnum greiðslum á föstum 3,55% ársvöxtum. Skuldabréfin fela ekki í sér bein veð en allar eignir fagfjárfestasjóðsins Landsbréf - BÚS I standa til tryggingar á greiðslu skuldabréfanna.

Boðin voru til sölu skuldabréf fyrir allt að 5.000 milljónir króna með fastri ávöxtunarkröfu 3,55%. Alls bárust  8 tilboð í skuldabréfaflokkinn að nafnvirði 2.620 milljónir króna og var þeim öllum tekið.

Heildarstærð skuldabréfaflokksins BUS 56 að sölu lokinni verður 8.100 milljónir króna að nafnvirði.

Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til langtímafjármögnunar nýrra fullbúinna íbúða Búseta hsf.

Gjalddagi og afhending skuldabréfanna er fyrirhuguð í viku 40 og sótt verður um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann sama dag og gjalddagi og afhending á sér stað. Kauphöll mun tilkynna um fyrirhugaða stækkun í kauphöll með eins dags fyrirvara.

Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:

Landsbréf hf., sem er rekstraraðili útgefenda í síma 410-2500

Ingvar Karlsson, sjóðsstjóri fagfjárfestasjóðsins Landsbréf - BÚS I, í síma 410-2518 eða í gegnum netfangið: ingvar.karlsson@landsbref.is

Gunnar S. Tryggvason í síma 410 6709 og í gegnum netfang Markaðsviðskipta Landsbankans vegna útboðsins: verdbrefamidlun@landsbankinn.is