Í tilkynningu sem birtist í gær kom fram að niðurstaða í útboði sértryggðra skuldabréfa væri að engin tilboð hefðu borist í þá flokka skuldabréfa sem í boði voru. Hið rétta er að eitt tilboð barst í skuldabréfaflokkinn Arion CB 27 en ekkert í flokkinn Arion CBI 48. Eftirfarandi er leiðrétt tilkynning
Arion banki hf. hefur samþykkt tilboð í sértryggða skuldabréfaflokkinn ARION CB 27 fyrir samtals 320 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 6,78%.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 9. nóvember n.k.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Eiríks Magnúsar Jenssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jensson@arionbanki.is, s. 856 7468, eða Theodórs Friðbertssonar, forstöðumanns fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760