English Icelandic
Birt: 2024-09-04 17:42:38 CEST
Landsbankinn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Landsbankinn hf.: Skuldabréfaútgáfa í sænskum og norskum krónum

Landsbankinn lauk í dag sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum, 4NC3. Skuldabréfin eru neðar í kröfuröð en hefðbundin óveðtryggð skuldabréf en ofar víkjandi skuldabréfum bankans, svokölluð víkjandi forgangsbréf (e. senior non-preferred bond). Skuldabréfin voru seld á 180 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum og 183 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum.

Skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta sinnar tegundar frá íslenskum banka og er vænt lánshæfismat BBB frá S&P.

Heildareftirspurn var rúmlega tvöföld frá yfir tuttugu norrænum fjárfestum.

Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN útgáfuramma bankans og er stefnt að töku til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 13. september 2024.

Umsjónaraðilar voru DNB og Nordea.