English Icelandic
Birt: 2022-07-28 17:33:42 CEST
Íslandsbanki hf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Islandsbanki hf.: Afkoma á öðrum ársfjórðungi ársins 2022

Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs 2022 (2F22) – arðsemi eigin fjár í takti við fjárhagsleg markmið bankans

 • Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 5,9 mö. kr. á öðrum ársfjórðungi (2F21: 5,4 ma. kr.). Arðsemi eigin fjár var 11,7% á ársgrundvelli (2F21: 11,6%) sem er yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greiningaraðila. Helstu ástæður góðrar afkomu eru sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána.
 • Hreinar vaxtatekjur jukust um 21,8% á milli ára og námu 10,3 mö. kr. á 2F22 samanborið við 8,4 ma. kr. á 2F21. Hækkunin á milli ára skýrist af hærra vaxtaumhverfi og stækkun inn- og útlánasafns bankans. Vaxtamunur nam 2,9% á 2F22 samanborið við 2,4% á 2F21.
 • Hreinar þóknanatekjur jukust um 18,1% á milli ára og námu samtals 3,4 mö. kr. á 2F22 samanborið við 2,9 ma. kr. á 2F21. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, fjárfestingarbanka, verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun og vegna útlána og ábyrgða leiddu hækkunina.
 • Bankinn leggur aðaláherslu á kjarnastarfsemi og á 2F22 námu vaxta- og þóknanatekjur samanlagt 98% af rekstrartekjum samanborið við 93% á 2F21. Þessir tveir tekjuliðir jukust um 20,9% á milli 2F21 og 2F22.
 • Hreinar fjármunatekjur námu 208 m.kr. á 2F22 samanborið við 619 m.kr. á 2F21.
 • Stjórnunarkostnaður nam 6,0 mö. kr. á 2F22 samanborið við 6,5 ma. kr. á 2F21, lækkun um 7,6%. Að frádregnum 588 m.kr. einskiptiskostnaði á 2F21 hækkaði stjórnunarkostnaður um 1,6% en lækkaði um 5,9% að raunvirði.
 • Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði á milli ára í 42,7% á 2F22 og er undir markmiði bankans, úr 49,9% á 2F21, aðallega vegna sterkrar tekjumyndunar og hagkvæmari reksturs.
 • Virðisrýrnun var jákvæð um 575 m.kr. á 2F22 og skýrist helst af niðurstöðu dómsmáls varðandi lán sem áður var að fullu afskrifað og batnandi útliti í ferðaþjónustu. Á 2F21 var virðisrýrnun jákvæð um 1.140 m.kr. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var -0,20% á ársgrundvelli á 2F22 samanborið við -0,42% á 2F21.
 • Útlán til viðskiptavina jukust um 45,8 ma. kr. á fjórðungnum, eða um 4,1% og voru 1.154 ma. kr. í lok júní 2022. Aukninguna má rekja til allra viðskiptaeininga, en þó mest til aukningar húsnæðislána.
 • Innlán frá viðskiptavinum drógust saman um 4,6 ma. kr. á öðrum ársfjórðungi 2022 eða um 0,6% og voru 757 ma. kr. í lok júní.
 • Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og öll lausafjárhlutföll vel yfir innri viðmiðum bankans og kröfum eftirlitsaðila.
 • Eigið fé bankans nam 203,7 ma. kr. í lok júní 2022. Samsvarandi eiginfjárgrunnur, sem inniheldur viðbótareiginfjárþátt 1 og eiginfjárþátt 2, lækkaði úr 228 ma. kr. í 213 ma. kr. vegna samþykktar aðalfundar á 15 ma. kr. endurkaupum á eigin bréfum. Eiginfjárhlutfall bankans var 21,5% samanborið við 25,3% í árslok 2021. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 var 18,2% samanborið við 21,3% í árslok 2021. Það er vel yfir markmiði bankans sem er ~16,5%. Lækkun eiginfjárhlutfalla á fjórðungnum skýrist af lækkun á eiginfjárgrunni og hækkun á áhættugrunni (REA).
 • Bankinn metur að umfram eigið fé eiginfjárhlutfalls almenns þáttar 1 sé nú um 30-35 ma. kr. Lækkun á umfram eigin fé er vegna mikillar aukningar í útlánum á 2F22. Stefnt er að bestu samsetningu eigin fjár fyrir árslok 2023.
 • Vogunarhlutfallið var 12,5% í lok júní, samanborið við 13,6% í árslok 2021, sem gefur til kynna lága skuldsetningu í alþjóðlegum samanburði. 

Helstu atriði í afkomu á fyrri árshelmingi 2022 (1H22) – arðsemi eigin fjár í takti við fjárhagsleg markmið bankans

 • Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 11,1 ma. kr. á fyrri helmingi ársins (1H21: 9,0 ma.kr.). Arðsemi eigin fjár var 10,9% á ársgrundvelli samanborið við 9,7% á 1H21.
 • Hreinar vaxtatekjur námu samtals 19,5 ma. kr. á 1H22 sem er hækkun um 17,2% milli ára og skýrist af hærra vaxtaumhverfi milli tímabila og aukinna inn- og útlána.
 • Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 12,6% milli ára og námu samtals 6,5 ma. kr  á 1H22 samanborið við 5,8 ma. kr á 1H21. Þóknanir vegna greiðslumiðlunar, fjárfestingabanka og verðbréfaviðskipta eru megin þættir hækkunarinnar.
 • Hreinar fjármunatekjur námu 113 m.kr. á 1H21 samanborið við 912 m.kr. á 1H21.
 • Stjórnunarkostnaður nam 11,8 mö. kr. á 1H22 samanborið við 12,3 ma. kr. á 1H21, lækkun um 4,2%. Án einskiptiskostnaðar í 1H21, hækkar stjórnunarkostnaður um 1,6% á milli ára en lækkar þó að raunvirði um 5,9%.
 • Kostnaðarhlutfall lækkaði verulega milli ára, frá 50,6% á 1H21 í 45,0% á 1H22.
 • Hrein virðisrýrnun á 1H22 var jákvæð um 1.058 m.kr. (1H21: 622 m.kr.). Jákvæð virðisrýrnun er vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu.

Uppfærðar leiðbeinandi tölur fyrir árið 2022

 • Í ljósi góðrar afkomu og væntinga fyrir síðari hluta ársins þá hefur nú leiðbeinandi tala fyrir arðsemi verið endurskoðuð upp á við og er nú yfir 10% frá fyrra 8-10%. Jafnframt verður leiðbeinandi bil fyrir kostnaðarhlutfall nú 44-47% , en var áður 45-50%.

Lykiltölur

    2F22 1F22 4F21 3F21 2F21
REKSTUR Hagnaður tímabils, m.kr. 5.880 5.187 7.092 7.587 5.431
  Arðsemi eigin fjár 11,7% 10,2% 14,2% 15,7% 11,6%
  Vaxtamunur (af heildareignum) 2,9% 2,6% 2,4% 2,4% 2,4%
  Kostnaðarhlutfall1 42,7% 47,6% 45,3% 39,4% 49,9%
  Áhættukostnaður útlána2 (0,20%) (0,17%) (0,23%) (0,64%) (0,42%)
             
    30.6.22 31.3.22 31.12.21 30.9.21 30.6.21
EFNAHAGUR Útlán til viðskiptavina, m.kr. 1.153.677 1.107.893 1.086.327 1.081.418 1.089.723
  Eignir samtals, m.kr. 1.437.253 1.446.355 1.428.821 1.456.372 1.446.860
  Áhættuvegnar eignir, m.kr. 992.883 945.321 901.646 917.764 924.375
  Innlán frá viðskiptavinum, m.kr. 756.862 761.471 744.036 754.442 765.614
  Útlán til viðskiptavina / innlán frá viðskiptavinum 152% 145% 146% 143% 142%
  Hlutfall lána með laskað lánshæfi3 1,8% 1,8% 2,0% 2,0% 2,1%
             
             
LAUSAFÉ Fjármögnunarhlutfall (NSFR), allir gjaldmiðlar 118% 123% 122% 121% 122%
  Lausafjárhlutfall (LCR), allir gjaldmiðlar 147% 195% 156% 225% 187%
             
             
EIGIÐ FÉ Eigið fé samtals, m.kr 203.662 197.201 203.710 197.381 190.355
  Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 14 18,2% 18,8% 21,3% 20,6% 20,1%
  Eiginfjárhlutfall þáttar 14 19,2% 19,9% 22,5% 21,8% 20,1%
  Eiginfjárhlutfall4 21,5% 22,5% 25,3% 24,7% 22,9%
  Vogunarhlutfall4 12,5% 12,4% 13,6% 13,2% 12,4%

1. Reiknað sem: (stjórnunarkostnaður + framlag í Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta – einskiptisliðir) / (heildarrekstrartekjur – einskiptisliðir).
2. Neikvæður áhættukostnaður merkir að það hafi verið nettó tekjufærsla úr virðisrýrnunarsjóði.
3. Stig 3, útlán til viðskiptavina, vergt bókfært virði.
4. Að meðtöldum 1F22 hagnaði fyrir 31.3.22 og 3F21 hagnaði fyrir 30.9.21.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Við Íslandsbankafólk getum svo sannarlega verið ánægð með uppgjör annars ársfjórðungs þar sem hagnaður nam 5,9 milljörðum króna og var arðsemi 11,7% sem er yfir okkar fjárhagsmarkmiðum. Við sáum sterkan vöxt í tekjum bæði hvað varðar vaxta- og þóknanatekjur eða 21% á milli ára. Á sama tíma náðist raunlækkun kostnaðar um 5,9%. Kostnaðarhlutfall var 42,7% á tímabilinu sem er jafnframt umfram fjárhagsmarkmið bankans.

Útlánastarfsemi var lífleg á tímabilinu en útlán uxu um 4,1% á fjórðungnum og var vöxturinn nokkuð jafn á milli fyrirtækja og heimila. Í kjölfar aðgerða Seðlabankans má búast við að útlánavöxtur verði hægari á síðari helmingi ársins.

Bankinn undirritaði útgáfuramma sem heimilar útgáfu sértryggðra skuldabréfa í erlendri mynt. Útgáfuramminn sem hefur fengið einkunnina A frá lánshæfismatsfyrirtækinu S&P veitir bankanum aukinn aðgang að erlendum mörkuðum og höfðar til breiðari hóps fjárfesta.

Íslandsbanki var valinn besti bankinn af alþjóðlega tímaritinu Euromoney á dögunum en þetta er í fimmta sinn sem bankinn hlýtur þessi verðlaun. Í niðurstöðu dómnefndar var horft til árangurs í rekstri, tekjuvaxtar og kostnaðarlækkunar. Verðlaun sem þessi eru okkur ávallt hvatning.

Þann 20. ágúst næstkomandi verður Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka haldið en það er stærsta góðgerðarsöfnun ársins. Frá upphafi hafa safnast yfir milljarður íslenskra króna sem renna til yfir 115 góðgerðarfélaga. Hlaupið er mikilvægur hluti af menningu bankans sem vill sýna það í verki að vera hreyfiafl til góðra verka.

Fjárfestatengsl

Vefstreymi föstudaginn 29. júlí 2022

Íslandsbanki mun halda afkomufund/vefstreymi föstudaginn 29. júlí kl. 8.30 fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Birna Einarsdóttir, bankastjóri og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri munu kynna afkomu bankans og helstu atriði í rekstri hans á ársfjórðungnum. Fundurinn fer fram á ensku.

Fundurinn fer fram á þessari síðu. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á síðu fjárfestatengsla að honum loknum.

Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar í gegnum eftirfarandi símanúmer og beðið um aðgang að vefstreymi Íslandsbanka, ekki er þörf á aðgangskóða:

Ísland:+44 1 212 818 004
Danmörk:+45 327 275 25
Svíþjóð:+46 8 505 100 30
Noregur:+47 210 358 72, ýta þarf á *0 til að komast inn í símtalið
Bretland:+44 1 212 818 004
Bandaríkin:+1 718 705 8796


Öll gögn tengd uppgjöri ásamt upplýsingum um fjárhagsdagatal og þögul tímabil má finna á þessari síðu

Nánari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl – Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, ir@islandsbanki.is. Sími: 844 4033.

Samskiptastjóri – Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is. Sími: 844 4005.

Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.

Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.

Viðhengi2F 2022 Frettatilkynning.pdf
2Q 2022 Factbook.pdf
2Q 2022 Factsheet.pdf
2Q 2022 Investor Presentation.pdf
ISB_Condensed_Consolidated_Interim_Financial_Statements_first_half_2022.pdf