Í dag, 1. mars, mun Arion banki halda markaðsdag bankans 2024 í höfuðstöðvum sínum Borgartúni 19 frá kl. 9:00 til 12:30. Fundurinn fer fram á ensku og verður streymt beint. Á milli 8:30 og 9:00 verður boðið upp á létta morgunhressingu.
Viðburðinum verður stýrt af Benedikt Gíslasyni bankastjóra ásamt hluta af stjórnendateymi Arion banka samstæðunnar.
Frekari upplýsingar um viðburðinn og skráning fer fram hér
Fjárfestakynningin (pdf) er aðgengileg hér
Kynningin inniheldur meðal annars:
- Umfjöllun um stefnu, helstu verkefni og starfsumhverfi bankans
- Áherslur í fjármögnun og eiginfjárskipan bankans
- Umfjöllun um stefnumótun hvað varðar lánshæfismat Arion banka og ákjósanlegan fjölda matsfyrirtækja fram á veginn. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta á næstunni og verður hún tilkynnt sérstaklega.
- Framvindu þróunarverkefna í eigu Landeyjar
- Fjárhagslegar horfur og uppfærð fjárhagsleg markmið
Fjárhagsleg markmið
| Markmið | Breyting |
Arðsemi eigin fjár | Umfram 13% | Óbreytt |
Kjarnatekjur / áhættugrunnur | Umfram 7,2% | Breytt úr 6,7% |
Hlutfall kostnaðar af kjarnatekjum | Minna en 45% | Breytt úr 48% |
Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 umfram kröfur eftirlitsaðila | Stjórnendaauki sem nemur 1,5-2,5 prósentustigum | Óbreytt |
Vöxtur tryggingatekna | Vöxtur verði 3 prósentustigum umfram vöxt innlends tryggingamarkaðar | Óbreytt markmið en orðalagi breytt í samræmi við IFRS 17 |
Samsett hlutfall Varðar | Minna en 95% | Nýtt markmið |
Arðgreiðslustefna* | 50% | Óbreytt |
*Arðgreiðsluhlutfall í kringum 50% af hagnaði til hluthafa annað hvort með arðgreiðslum eða endurkaupum á hlutabréfum bankans eða hvorutveggja. Viðbótarútgreiðslur verða skoðaðar þegar eigið fé bankans er umfram kröfur eftirlitsaðila að viðbættum stjórnendaauka bankans.