Kvika banki hf.: Kvika gefur út skuldabréf í norskum og sænskum krónumKvika lauk í dag sölu á skuldabréfum að fjárhæð 550 milljónir norskra króna og 275 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin eru til þriggja ára og bera fljótandi vexti sem nema 410 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum og sænskum krónum. Skuldabréfin eru gefin út undir Euro Medium Term Note (EMTN) útgáfuramma bankans og stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Euronext Dublin þann 11. maí 2023. Samhliða sölu á ofangreindum skuldabréfum bauðst Kvika til að kaupa til baka skuldabréf útgefin af bankanum í sænskum krónum með gjalddaga 31. janúar 2024 (ISIN: XS2438025558) á verðinu 100,00. Í lok útboðsdags námu endurkaup 79 milljónum sænskra króna. Umsjónaraðilar viðskiptanna eru Nordea og Swedbank. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is eða í síma 540 3200.
|