- Góð byrjun á árinu
Helstu lykiltölur og niðurstöður
* Leiðrétt var fyrir jákvæðum áhrifum vegna IFRS 16 á ársfjórðungnum 2019 um 44 m.kr. og fyrir einskiptishagnaði á ársfjórðungnum 2018 um 103 m.kr.
Horfur fyrir félagið eru óbreyttar og áætlar félagið að EBITDA ársins 2019 verði á bilinu 3.000-3.200 m.kr. án áhrifa vegna IFRS 16 og 3.200-3.400 m.kr. með áhrifum IFRS 16. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar liggi á bilinu 800-900 m.kr. Í afkomuspá félagsins er gert ráð fyrir stöðugu gengi gjaldmiðla og stöðugu olíuverði. Bent er á að við umreikning reikningsskila er notast við meðalgengi innan ársins. Áætlanir félagsins miða við meðalgengi DKK/ISK 18,1.
Sjá nánari upplýsingar í viðhengjum.
Nánari upplýsingar veitir einnig Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is, s: 444-3000 / 840-3002.
Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.
https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/
Viðhengi