TORONTO, ONTARIO, Oct. 31, 2023 (GLOBE NEWSWIRE) -- („Amaroq“ eða „fyrirtækið“ eða „félagið“)
Amaroq verður stærsti leyfishafinn á Grænlandi
Tvö ný leyfi veitt til námurannsókna á Suður-Grænlandi
Með þessu nemur heildarleitarsvæðið nú 9.785,56 km2
TORONTO, ONTARIO – 31. október 2023 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, NASDAQ First North: AMRQ), auðlindafélag með víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Suður-Grænlandi, hefur nú verulega auknar heimildir til námurannsókna, þökk sé tveimur nýjum námurannsóknaleyfum frá ríkisstjórn Grænlands.
Helstu atriði
Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, sagði:
„Þessi tvö nýju, spennandi og vænlegu námurannsóknaleyfi eru enn eitt merkið um framtíðarsýn okkar og trú okkar á Grænlandi sem uppsprettu dýrmætra jarðefna. Það er mér sönn ánægja að tilkynna stöðu Amaroq sem stærsta leyfishafa á Grænlandi, en nú erum við með sérleyfi sem nær til meirihluta kopar-/IOCG-málmgrýtisbeltisins
Þessi þróun er í samræmi við stefnuna um að tryggja okkur heimildir til jarðefnaleitar í beltum með gulli og öðrum dýrmætum jarðefnum á Suður-Grænlandi, til viðbótar við leyfin sem við höfum þegar á hendi. Við hyggjumst nota leyfin til að leita að kopar og öðrum verðmætum jarðefnum(Rear earth elements) ásamt samstarfsaðila okkar, GCAM.“
Ný leyfi Amaroq
Amaroq Minerals hefur tryggt sér tvö ný leyfi til jarðefnaleitar á Suður-Grænlandi sem nema 1.916,81 km2 að heildarstærð. Þar með er fyrirtækið orðið stærsti einstaki handhafi rannsóknar- og vinnsluheimilda á Grænlandi, með alls 9.785,56 km2 svæði. Nýju leyfin tvö taka til:
Nú er fyrirtækið handhafi mikils meirihluti vinnsluleyfa á nýlega skilgreinda koparvinnslusvæðinu frá Kobberminebugt í vestri til Norður-Sava í austri. Á svæðinu kann að finnast kopar og mikilvægar jarðefnamyndanir á heimsmælikvarða, í formi skarns, IOCG- og porphry jarðlíkana módela. Þessi leyfi taka jafnframt til svæða á Gardaq-steinefnabeltinu með umtalsverðum möguleikum á vinnslu verðmætra málma (Rear earth elements), svo sem Kvanefjeld og Tanbreez. Á næstu árum hyggst Amaroq halda rannsóknarverkefnum sínum áfram með tilstilli þessara og annarra leyfa í samstarfsverkefni sínu með GCAM.
Fyrirspurnir:
Amaroq Minerals Ltd.
Eldur Ólafsson, forstjóri
eo@amaroqminerals.com
Eddie Wyvill, viðskiptaþróun
+44 (0)7713 126727
ew@amaroqminerals.com
Stifel Nicolaus Europe Limited (tilnefnt sem ráðgjafarfyrirtæki og verðbréfamiðlari)
Callum Stewart
Varun Talwar
Simon Mensley
Ashton Clanfield
+44 (0) 20 7710 7600
Panmure Gordon (UK) Limited (sameiginlegur verðbréfamiðlari)
John Prior
Hugh Rich
Dougie Mcleod
+44 (0) 20 7886 2500
Camarco (fjármálaupplýsingagjöf)
Billy Clegg
Elfie Kent
Charlie Dingwall
+44 (0) 20 3757 4980
Fyrir fréttir af fyrirtækinu:
Fylgist með @Amaroq_Minerals á X (áður Twitter)
Fylgist með Amaroq Minerals Ltd. á LinkedIn
Frekari upplýsingar:
Um Amaroq Minerals
Helstu viðskiptamarkmið Amaroq Minerals eru að finna, rannsaka og þróa námur með gulli og öðrum verðmætum málmum á Grænlandi. Helsta eign fyrirtækisins er 100% eignarhlutur í Nalunaq-verkefninu, námugreftri á rannsóknarstigi sem er vel á veg kominn og með vinnsluleyfi sem tekur meðal annars til Nalunaq-gullnámunnar þar sem gröftur var stundaður áður. Fyrirtækið er með leyfi til að vinna gull og aðra verðmæta málma úr jörðu á Suður-Grænlandi, meðal annars úr gullbeltunum tveimur sem vitað er um á svæðinu. Amaroq Minerals er stofnsett samkvæmt kanadískum fyrirtækjalögum og er eini eigandi Nalunaq A/S, sem er stofnsett samkvæmt grænlenskum lögum um hlutafélög.
Hvorki TSX Venture Exchange né eftirlitsaðili kauphallarinnar (samkvæmt skilgreiningu í reglum TSX Venture Exchange) ábyrgist að upplýsingarnar í þessari tilkynningu séu fullnægjandi eða réttar.
Innherjaupplýsingar
Í þessari tilkynningu eru engar innherjaupplýsingar.
Yfirlýsing hæfs aðila
Tæknilegu upplýsingarnar í þessari fréttatilkynningu voru samþykktar af James Gilbertson CGeol, sem er framkvæmdastjóri rannsókna hjá Amaroq Minerals og jarðfræðingur við Geological Society of London, og telst sem slíkur vera hæfur aðili í skilningi NI 43-101.