Icelandic
Birt: 2023-08-29 20:13:25 CEST
Byggðastofnun
Árshlutareikningur - 6 mán.

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar - júní 2023

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2023

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2023, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 29. ágúst 2023.

Hagnaður tímabilsins nam 285,2 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 20,94%.

Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.Byggðastofnun annast framkvæmd laga um póstþjónustu og að hafa eftirlit með póstþjónustu eins og nánar er kveðið á um í lögum um það efni.

Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar janúar - júní 2023

  • Hagnaður tímabilsins nam 285,2 milljónum króna.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 20,94% en skal að lágmarki vera 8%.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 557 milljónir króna eða 39,4% af vaxtatekjum, samanborið við 347 milljónir króna (30,3% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur á sama tímabili 2022.
  • Laun og annar rekstrarkostnaður nam 326 milljón króna samanborið við 291 milljón árið 2022.
  • Eignir námu 23.813 milljónum króna og hafa hækkað um 9 milljónir frá árslokum 2022. Þar af voru útlán 20.244 milljónir samanborið við 19.748 milljónir í lok árs 2022.
  • Skuldir námu 19.832 milljónum króna og lækkuðu um 294 milljónir frá árslokum 2022.

Horfur

Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Elíasson, forstjóri í síma 455 5400 eða á netfanginu arnar@byggdastofnun.is

Lykiltölur úr uppgjöri og samanburður við fyrri ár

 30.6.2023202230.6.2022202130.6.20212020
 Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.
Rekstrarreikningur      
Vaxtatekjur1.412.4572.307.3231.147.5131.568.767774.8971.327.669
Vaxtagjöld855.3281.509.810800.3301.008.429502.835805.812
Hreinar vaxtatekjur557.129797.513347.183560.338272.062521.857
Rekstrartekjur331.811617.296303.759570.837269.720643.008
Hreinar rekstrartekjur888.9391.414.809650.9421.131.175541.7821.164.865
       
Rekstrargjöld603.7411.040.620488.712963.872442.3721.226.676
Hagnaður (-tap) ársins285.199374.189162.230167.30399.410-61.811
       
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning útlána og matsbr. hlutafjár      
Framl. í afskriftarr. útlána og matsbr. hlutaf.71.894105.5622.134134.91313.240298.032
       
Efnahagsreikningur30.6.202331.12.202230.6.202231.12.202130.6.202131.12.2020
Eignir      
Handbært fé1.254.7271.686.33711.367.0231.117.6271.006.5251.165.407
Útlán til viðskiptavina20.244.03019.747.75419.370.36118.625.31517.361.13516.834.885
Fullnustueignir50.01060.010145.010320.010245.010270.010
Markaðsskuldabréf297.053282.757303.611000
Veltuhlutabréf252.828252.824356.164357.899357.928353.283
Hlutdeildarfélög916.354907.860793.346739.368733.607699.594
Viðskiptakröfur4.00978.38939.27757.99373.642124.489
Varanlegir rekstrarfjármunir793.973806.150818.552831.179843.538837.284
Eignir samtals23.812.98323.822.08123.193.34522.049.39120.621.38420.284.952
       
Skuldir og eigið fé      
Lántökur og skuldabréfaútgáfur18.910.18619.290.41018.807.03018.159.78616.646.85216.788.799
Óráðstöfuð framlög709.891681.468718.413442.533566.776241.587
Aðrar skuldir211.932154.427184.084125.485154.062100.281
Skuldir samtals19.832.00920.126.30519.709.52718.727.80317.367.69017.130.667
       
Eigið fé3.980.9743.695.7763.483.8173.321.5873.253.6943.154.284
Skuldir og eigið fé samtals23.812.98323.822.08123.193.34522.049.39120.621.38420.284.952
       
Sjóðstreymi30.6.2023202230.6.2022202130.6.20212020
Handbært fé (-til) frá rekstri221.848504.67586.590479.647141.555368.640
Fjárfestingarhreyfingar-64.722-533.630-589.119-1.822.730-482.007-2.855.602
Fjármögnunarhreyfingar-588.737597.665751.9251.295.304181.5703.177.690
Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé-431.610568.710249.396-47.780-158.882690.727
Handbært fé í ársbyrjun1.686.3371.117.6271.117.6271.165.4071.165.407474.679
Handbært fé í árslok/lok tímabils1.254.7271.686.3371.367.0231.117.6271.006.5251.165.407
       
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki20,94%19,72%19,02%18,17%19,19%19,12%

Viðhengi



Byggastofnun Arshlutauppgjor 30.06.2023 Loka.pdf
Frettatilkynning v arshlutauppgjors 30.06.2023.pdf