Published: 2018-02-16 16:31:36 CET
TM hf.
Reikningsskil

Hagnaður TM árið 2017 nam 3,1 milljarði króna

Samsett hlutfall ársins 99,4%

Á stjórnarfundi þann 16. febrúar 2018 samþykkti stjórn og forstjóri TM ársreikning félagsins fyrir árið 2017. Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.                   

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

"Afkoma TM árið 2017 var mjög góð og enn eitt árið skilar félagið framúrskarandi arðsemi á eigin fé eða ríflega 24%. Ávöxtun fjárfestingaeigna ber uppi afkomu ársins en þó var ánægjulegt að sjá þróunina í vátryggingastarfseminni á fjórða ársfjórðungi sem skilaði jákvæðri framlegð á fjórðungnum og fyrir árið í heild. Sé litið framhjá neikvæðri þróun eldri tjónsára á fyrri árshelmingi 2017 var afkoma af tryggingarekstri árið 2017 mjög góð. Í spá félagsins fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir betra jafnvægi milli vátrygginga- og fjármálarekstrar."

 

Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs og ársins 2017 voru eftirfarandi:

  4F 2017 4F 2016 ∆% 2017 2016 ∆%
Eigin iðgjöld 3.707 3.404 303 9%  14.985 14.060 925 7% 
Fjárfestingatekjur 1.115 1.168 (53) ( 5% ) 3.750 3.178 572 18% 
Aðrar tekjur 5 9 (4) ( 40% ) 37 41 (4) ( 10% )
Heildartekjur 4.827 4.581 246 5%  18.771 17.279 1.493 9% 
Eigin tjón (2.757) (2.999) 243 ( 8% ) (11.873) (10.719) (1.154) 11% 
Rekstrarkostnaður (836) (823) (12) 1%  (3.405) (3.303) (102) 3% 
Fjármagnsgjöld (44) (44) (0) 1%  (162) (247) 86 ( 35% )
Virðisrýrnun fjáreigna (121) (8) (113) 1.329%  (126) (57) (69) 120% 
Heildargjöld (3.758) (3.875) 117 ( 3% ) (15.565) (14.326) (1.239) 9% 
Hagnaður fyrir tekjuskatt 1.070 706 363 51%  3.207 2.953 254 9% 
Tekjuskattur (39) (93) 54 ( 58% ) (84) (356) 272 ( 76% )
Hagnaður 1.031 614 417 68%  3.123 2.597 526 20% 
                 
Fjárhæðir eru í milljónum króna.              

 

Samsett hlutfall ársins var 99,4%.

Afkoma TM á fjórða ársfjórðungi 2017 batnaði verulega samanborið við sama tímabil árið áður. Samsett hlutfall var 94,4% borið saman við 109,3% árið 2016 og hagnaður á fjórðungnum jókst úr 614 m.kr. í 1.031 m.kr.

Á árinu 2017 var samsett hlutfall TM 99,4% og hækkar milli ára, en samsett hlutfall ársins 2016 var 97,0%. Eigin iðgjöld jukust um 6,6% en ná ekki að halda í við hækkun tjónakostnaðar sem var 10,8% milli ára. Verri afkoma af vátryggingastarfsemi skýrist einkum af hærra tjónshlutfalli í eignatryggingum, skipatryggingum og ábyrgðartryggingum. Afkoma slysatrygginga batnar nokkuð milli ára en er ennþá óviðunandi. Hagnaður TM á árinu 2017 var 3.123 m.kr. eftir skatta og framlegð af vátryggingastafsemi 97 m.kr.

Kostnaðarhlutfall félagsins á árinu var 20,1%. Langtímamarkmið TM er að ná kostnaðarhlutfalli undir 20% og gera spár ráð fyrir að það markmið náist á árinu 2018.

 

Mjög góð afkoma af fjárfestingum á fjórða ársfjórðungi og 14,9% ávöxtun á árinu.

Fjárfestingatekjur námu 1.115 m.kr. á fjórða ársfjórðungi sem jafngildir 4,0% ávöxtun. Góð afkoma af óskráðum hlutabréfum, fasteignasjóðum og ríkisskuldabréfum skýrir góða afkomu á fjórðungnum. Afkoma af þessum eignaflokkum skýrir um tvo þriðju af fjárfestingatekjum fjórðungsins. Innlendir verðbréfamarkaðir voru hagfelldir á fjórða ársfjórðungi en markaðsvísitala Gamma hækkaði um 2,8%.

Fjárfestingatekjur námu 3.750 m.kr. á árinu 2017. Það jafngildir 14,9% ávöxtun fjárfestinga en til samanburðar hækkaði markaðsvísitala Gamma um 7,7% á árinu. Ávöxtun fjáreigna TM var því mjög góð á árinu 2017 og vel yfir meðalávöxtun síðastliðinna fimm ára sem er 12,7%. Góða ávöxtun á árinu 2017 má fyrst og fremst rekja til óskráðra hlutabréfa, skráðra hlutabréfa og sjóða og annarra verðbréfa sem skýra um 68% af fjárfestingatekjum ársins.

 

Lykiltölur fjórða ársfjórðungs og ársins 2017 voru eftirfarandi:

  4F 2017 4F 2016 2017 2.016
Hagnaður á hlut (kr.) 1,52  0,91  4,61  3,8
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 34% 22% 24% 22,4% 
Eiginfjárhlutfall 41% 39% 41% 38,6% 
Handbært fé frá rekstri 348  ( 353 ) 1.413  1.821
Vátryggingastarfssemi        
Tjónshlutfall 74,4% 88,1% 79,2% 76,2% 
Kostnaðarhlutfall 20,0% 21,2% 20,1% 20,8% 
Samsett hlutfall 94,4% 109,3% 99,4% 97,0% 
Rekstrarafkoma 277 ( 292 ) 710 903
Framlegð 209 ( 318 ) 97 420
Fjárfestingar        
Ávöxtun fjáreigna 4,0% 4,6% 14,9% 13,0% 
         
Fjárhæðir eru í milljónum króna        

 

Tillaga gerð um 1.500 milljóna króna arðgreiðslu.

Stjórn TM hefur sett fram skýr markmið um áhættuvilja með vikmörkum sem auðveldar stýringu á heildaráhættu félagsins. Markmið um gjaldþolshlutfall samkvæmt áhættuviljanum er 150% og vikmörkin eru 140% til 170%.

Arðgreiðslutillaga ársins 2018 byggir á þessum markmiðum og leggur stjórn TM til 1.500 m.kr. arðgreiðslu á árinu 2018. Að auki leggur stjórn til að hún fái heimild til kaupa á eigin bréfum fyrir allt að 1.000 m.kr. Endanleg fjárhæð endurkaupanna mun ráðast af möguleikum félagsins við að finna hagkvæmustu fjármagnsskipan. Ítarleg endurkaupaáætlun verður lögð fyrir á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 15. mars næstkomandi.

 

Rekstrarspá

Rekstrarspá félagsins gerir ráð fyrir að samsett hlutfall TM á árinu 2018 verði 93%, ávöxtun fjáreigna verði 8,8% og hagnaður ársins verði 3.010 m.kr. fyrir skatta.

  1F 2018 2F 2018 3F 2018 4F 2018 Samtals 2017 ∆%
Eigin iðgjöld 3.781 4.124 4.284 4.048 16.238 14.985 1.253 8%
Fjárfestingatekjur 419 833 456 835 2.543 3.750 -1.207 -32%
Aðrar tekjur 5 5 5 5 20 37 -17 -45%
Heildartekjur 4.206 4.962 4.745 4.888 18.801 18.771 29 0%
Eigin tjón -3.121 -3.064 -2.932 -2.891 -12.008 -11.873 -135 1%
Rekstrarkostnaður -955 -866 -877 -863 -3.561 -3.405 -156 5%
Fjármagnsgjöld -41 -42 -43 -44 -170 -162 -9 5%
Virðisrýrnun útlána -3 -3 -3 -43 -53 -126 73 -58%
Heildargjöld -4.120 -3.976 -3.855 -3.841 -15.791 -15.565 -227 1%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 86 986 891 1.047 3.010 3.207 -197 -6%

 

Lykiltölur í spá            
  1F 2018 2F 2018 3F 2018 4F 2018 Samtals 2017
Vátryggingastarfssemi            
Tjónshlutfall 83% 74% 68% 71%  74% 79%
Kostnaðarhlutfall 23% 18% 16% 18%  19% 20%
Samsett hlutfall 106% 92% 85% 89%  93% 99%
Framlegð (224) 326 660 439 1.200 97
Fjárfestingar            
Ávöxtun fjáreigna 1,5% 2,9% 1,5% 2,7% 8,8% 14,9%
             
Fjárhæðir eru í milljónum króna.          

 

Kynningarfundur kl. 16:00 föstudaginn 16. febrúar.

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi og á árinu 2017 þann 16. febrúar kl. 16:00. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24. 4. hæð. Þar kynnir Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svarar spurningum. Léttar veitingar verða í boði.

Ársreikning og afkomutilkynningu verður hægt að nálgast á vef félagsins, tm.is. Kynning á uppgjörinu verður einnig aðgengileg á sama stað við upphaf kynningarfundar. Hægt er að fylgjast með fundinum í gegnum vefinn á slóðinni:

https://global.gotomeeting.com/join/235778077

 

Aðalfundur 15. mars 2018.

Aðalfundur TM árið 2018 verður haldinn þann 15. mars næstkomandi kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.

 

Fjárhagsdagatal 2018.

1. ársfjórðungur: 8. maí 2018.

2. ársfjórðungur: 23. ágúst 2018.

3. ársfjórðungur: 25. október 2018.

4. ársfjórðungur: 15. febrúar 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.

s: 515-2609.

sigurdur@tm.is.


TM - Frettatilkynning 4F 2017.pdf
TM - Arsreikningur samstunnar 2017.pdf
TM - Consolidated Financial Statements 2017.pdf
TM - Press release Q4 2017.pdf
TM - Investor presentation Q4 2017.pdf