Marel kynnir afkomu þriðja ársfjórðungs 2023 (allar upphæðir eru í evrum)
Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs 2023:
Helstu atriði í afkomu janúar – september 2023 (9M23):
Ítarlegri umfjöllun um rekstur og afkomu félagsins má finna í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar (íslenska útgáfan veitir aðeins yfirlit yfir helstu þætti uppgjörsins, horfur, fjárfestafund og fjárhagsdagatal).
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel:
„Við höfum aukið nálægð við viðskiptavini til að ná enn betri árangri á markaði. Við höfum aukið sveigjanleika í rekstri með hagkvæmara kostnaðarhlutfalli (e. price/cost ratio) og náð fram lægri kostnaðargrunni til lengri tíma litið, og náum nú aftur að skila framúrskarandi sjóðstreymi.
Fjórði ársfjórðungur byrjaði vel með samkomulagi um eitt stærsta umbreytingarverkefni í kjúklingaiðnaði við einn af okkar lykilviðskiptavinum til margra ára, Baiada í Ástralíu. Þetta er breyting frá undanförnum ársfjórðungum þar sem meirihluti verkefna hafa komið inn í lok hvers fjórðungs, eins og raunin var í þessum fjórðungi með heildarpantanir upp á 391 milljón evra.
Góður gangur var áfram í þjónustutekjum sem skilaði 196 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi og styður við vaxtarhorfur um að ná yfir 800 milljónum evra í stöðugum tekjum frá varahlutum og þjónustu á ársgrundvelli. Við erum að uppskera eftir víðtækar fjárfestingar okkar í hagkvæmari rekstri sem styðja við hraðari afhendingar til viðskiptavina, aukinn skalanleika og hærri framlegð.
Við skiluðum 9% EBIT-framlegð á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir lægri tekjugrunn sem nam 404 milljónum evra. Við höfum einnig náð fram bata í kostnaðarhlutfalli (e. price/cost ratio) og rekstrarkostnaður hefur lækkað um nærri 9 milljónir á milli ára. Ákvarðanir og aðgerðir til að straumlínulaga rekstur og ná fram aukinni hagræðingu eru að skila árangri. Því til viðbótar hefur náðst jafnvægi í virðiskeðjum með betri afhendingu frá birgjum og lækkandi aðfanga- og flutningskostnaður styður við plön um aukna framlegð.
Sjóðstreymi var sterkt í fjórðungnum þar sem handbært fé frá rekstri fyrir vexti og skatta nam 62 milljónum evra og frjálst sjóðstreymi nam 32 milljónum evra. Bætt sjóðstreymi er árangur aukinnar áherslu okkar á bætta stýringu hreinna veltufjármuna sem m.a. miðast að því lækka birgðir og ná aukinni skilvirkni í innkaupum, framleiðslu og afhendingu. Eftir tímabil mikilla innviðafjárfestinga undanfarin misseri reiknum við með að fjárfestingar, að frátöldum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, muni ná jafnvægi (e. normalized) í sem nemur 2-3% af tekjum.
Horfur til lengri tíma eru óbreyttar. Marel er í lykilstöðu að leiða áfram umbreytingar á markaði þar sem kröfur viðskiptavina um aukna sjálfvirkni, stafræna þróun og lækkandi kolefnisspor fara vaxandi. Ég vil þakka öllu starfsfólki Marel fyrir þá samstöðu sem það hefur sýnt, ástríðu þeirra fyrir stöðugri nýsköpun og að sinna stöðugt þörfum viðskiptavina. Fókus og samheldni starfsfólks er lykill að því að ná markmiðum um vöxt og viðvarandi 14-16% EBIT framlegð eftir því sem árinu 2024 vindur fram.“
Horfur
Tekjuvöxtur félagsins er háður hagsveiflum og þeim tækifærum sem eru í boði hverju sinni og því má gera ráð fyrir að hann verði ekki línulegur. Reikna má með breytilegri afkomu á milli ársfjórðunga vegna efnahagsþróunar, sveiflna í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna.
Markaðsaðstæður eru áfram krefjandi sem veldur aukinni óvissu. Reikna má með bata í ytra umhverfi á komandi ársfjórðungum, samhliða hagræðingaraðgerðum og minni truflunum á aðfangakeðjunni sem muni leiða til batnandi afkomu í átt að fjárhagslegum markmiðum félagsins. Skortur á vinnuafli, há verðbólga og aukinn aðfangakostnaður viðskiptavina, samhliða aukinni áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á sjálfbæran hátt, munu halda áfram að styðja við vaxtarhorfur félagsins til lengri tíma litið.
Marel stefnir að 14-16% EBIT framlegð, ~38-40% framlegð (e. gross profit), og 24% rekstrarkostnaði sem samanstendur af ~18% sölu-, markaðs- og stjórnunarkostnaði (e. SG&A) og ~5-6% þróunarkostnaði.
Áhersla er lögð á góðan vöxt á lægri kostnaðargrunni sem skili stöðugri 14-16% EBIT framlegð eftir því fjárhagsárinu 2024 vindur fram.
Marel stefnir að 12% meðalvexti árlega yfir tímabilið 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samstarfi við lykilaðila og yfirtökum á fyrirtækjum.
Marel gerir ráð fyrir að hagnaður á hlut vaxi hraðar en tekjur.
Eftir tímabil mikilla innviðafjárfestinga undanfarin misseri reiknum við með að fjárfestingar, að frátöldum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, muni ná jafnvægi (e. normalized) í sem nemur 2-3% af tekjum.
Afkomufundur með markaðsaðilum – beint streymi
Þriðjudaginn 24. október 2023 kl. 8:30 verður haldinn afkomufundur í beinu streymi fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Þar munu stjórnendur kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri á þriðja ársfjórðungi og svara spurningum.
Athugið að fundurinn verður eingöngu rafrænn.
Skráning fer fram hér. Fundinum verður streymt beint á Zoom, öll gögn má finna á á marel.com/ir og upptaka af fundinum verður aðgengileg eftir fundinn.
Fjárhagsdagatal
[1] Rekstrarniðurstaða leiðrétt fyrir afskrift á óefnislegum eignum sem tengjast yfirtökum (PPA) og fyrir
kostnaði tengdum yfirtökum. Á þriðja og fjórða ársfjórðungi 2022 og öðrum ársfjórðungi og þriðja ársfjórðungi 2023 er rekstrar-niðurstaða jafnframt leiðrétt fyrir kostnaði vegna endurskipulagningar.
[2] Nettó skuldir (án leiguskuldbindinga) / Pro forma leiðrétt EBITDA síðustu 12 mánaða (að yfirteknum félögum meðtöldum) án óreglulegra liða samkvæmt lánasamningum Marel.
[3] Nettó skuldir (að leiguskuldbindingum meðtöldum) / Pro forma leiðrétt EBITDA síðustu 12 mánaða (að yfirteknum félögum meðtöldum).
Gögn um markaðshlutdeild
Yfirlýsingar um markaðshlutdeild, þar með taldar þær sem varða samkeppnisstöðu Marel, byggjast á utanaðkomandi heimildum og gögnum, svo sem gögnum frá rannsóknastofnunum, iðnaðar- og sölunefndum og hópum, ásamt mati stjórnenda Marel. Séu upplýsingar ekki tiltækar fyrir Marel kunna slíkar yfirlýsingar að vera byggðar á áætlunum og mati utanaðkomandi aðila og/eða stjórnenda. Markaðsstaða er byggð á sölutölum nema annað sé tekið fram.
Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi:
Sumar staðhæfingar í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu. Vakin er athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Í gegnum árin, hefur Marel skref fyrir skref, útvíkkað starfsemi sína. Með kaupunum á Wenger 2022 myndast fjórða stoðin í viðskiptamódeli Marel með áherslu á lausnum fyrir matvælavinnslu fyrir gæludýr, plöntuprótein og fóður fyrir fiskeldi. Hjá félaginu starfa um 8.000 manns í yfir 30 löndum. Tekjur Marel námu um 1,7 milljarði evra árið 2022 en árlega fjárfestir Marel um 6% af tekjum í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið hefur verið skráð í Kauphöll Íslands síðan 1992 og var lokið við tvíhliða skráningu í Euronext Kauphöllina í Amsterdam árið 2019. Frekari upplýsingar má finna á marel.com/ir.