Published: 2017-09-12 11:34:54 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Samkomulag um kaup Regins hf. á reit 5b við Austurhöfn.

Reginn hf. tilkynnti þann 17. júlí sl. um undirritun samkomulags um einkaviðræður, við fyrirtækið Austurhöfn ehf., um kaup félagsins á öllu atvinnuhúsnæði á reit 5b á lóðinni Austurbakka 2 í Reykjavík. Um er ræða u.þ.b. 2.700 m2 verslunar- og veitingarými sem er að langmestu leyti á jarðhæð.

Í samkomulaginu frá júlí var að finna ýmsa fyrirvara sem nú hefur verið fallið frá og er því komið á skuldbindandi kauptilboð í eignina frá Reginn hf. sem samþykkt hefur verið af Austurhöfn ehf. Aðilar vinna nú að frágangi kaupsamnings.

 

Nánari upplýsingar veitir

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262