Icelandic
Birt: 2021-11-22 13:11:56 CET
Hagar hf.
Innherjaupplýsingar

Hagar hf.: Uppfærð afkomuspá fyrir rekstrarárið 2021/22

Nú þegar fyrir liggur uppgjör fyrir september og október 2021 og áætlun fyrir nóvember er ljóst að rekstrarafkoma samstæðu Haga á þriðja ársfjórðungi verður umfram áætlanir. Í ljósi þessa og samkvæmt áætlun stjórnenda á afkomu félagsins fyrir fjórða ársfjórðung rekstrarársins þá hefur EBITDA afkomuspá verið hækkuð um 700 millj. kr. Gert er ráð fyrir að EBITDA afkoma samstæðu Haga fyrir rekstrarárið 2021/22 verði á bilinu 10.000-10.500 millj. kr.

Árshlutareikningur 3. ársfjórðungs verður birtur þann 12. janúar 2022. Nánari upplýsingar um kynningarfund verða birtar þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fo@hagar.is