Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2023 og fimm ára áætlun 2023-2027Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 og fimm ára tímabilið til 2027 er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag. Jafnframt er lögð fram fjármálastefna fyrir tímabilið 2023-2027. Fjárhagsáætlun ársins 2023 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 8,1 ma.kr. og EBITDA verði 46,4 ma.kr. Á árunum 2024-2027 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B-hluta og vaxandi EBITDA. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2023 nemi eignir samtals 923 ma.kr. og aukist um 76,2 ma.kr. á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 49,8% og hækki um 2%. Útkomuspá fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 15,4 ma.kr. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði í jafnvægi árið 2023 og 2024, það verði lítillega yfir viðmiði árið 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Fjárhagsáætlun A-hluta fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði neikvæð um 6 ma.kr. en niðurstaða verði jákvæð frá og með árinu 2024. Gert er ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 266,7 ma.kr. í lok árs 2023 og aukist um 11,6 ma.kr. milli ára. Gert er ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 27,4% í lok árs 2023. Útkomuspá gerir ráð fyrir að niðurstaðan verði neikvæð um 15,3 ma.kr. á líðandi ári, sem talsvert lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrist einkum af verðbólgu og vanfjármögnun á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Fjárhagsáætlun A-hluta einkennist af aðhaldi í rekstri og aðgerðum sem taka mið af markmiðum og megináherslum fjármálastefnu 2023-2027. Hjálagt er að finna ítarlegar upplýsingar um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2023 til 2027, fjármálastefnu og greinargerðir með áætluninni. Upplýsingar veitir Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs netfang: halldora.karadottir@reykjavik.is Sími: 411-4111
|